Hoppa yfir valmynd

Reglugerð um húsnæðisáætlanir - Íbúðalánasjóður

Málsnúmer 1902005

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. febrúar 2019 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur Íbúðalánasjóðs dags. 1. febrúar 2019 vegna vinnu við húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. Samkvæmt lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál hefur Íbúðalánasjóður það hlutverk að vera sveitarfélögum til ráðgjafar um gerð húsnæðisáætlana. Þá tók gildi 21. desember 2018 reglugerð nr. 1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga þar sem kveðið er á um að sveitarfélög skuli skila húsnæðisáætlunum til Íbúðalánasjóðs eigi síðar en 1. mars 2019. Bæjarráð felur bæjarstjóra ljúka drögum að húsnæðisáætlun fyrir Vesturbyggð og senda hana til Íbúðalánasjóðs fyrir 1. mars nk.