Hoppa yfir valmynd

Umsagnarbeiðni um aukna framleiðslu á laxi í Patreksfirði og Tálknafirði um 14.500 tonn - Skipulagsstofnun

Málsnúmer 1902007

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

18. febrúar 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Skipulagsstofnunar dags. 1. febrúar 2019 þar sem óskað er umsagnar um viðbót við frummatsskýrslu og kostagreiningu Fjarðarlax og Artic Sea Farm vegna 14.500 tonna framleiðsluaukningar á laxi í Patreksfirði og Tálknafirði. Um er að ræða viðbót við fyrri frummatsskýrslu frá árinu 2015 vegna fjögurra úrskurða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 27. september og 4. október 2018.




12. febrúar 2019 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur Skipulagsstofnunar dags. 1. febrúar 2019 þar sem óskað er umsagnar um viðbót við frummatsskýrslu og kostagreiningu Fjarðarlax og Artic Sea Farm vegna 14.500 tonna framleiðsluaukningar á laxi í Patreksfirði og Tálknafirði. Um er að ræða viðbót við fyrri frummatsskýrslu frá árinu 2015 vegna fjögurra úrskurða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 27. september og 4. október 2018.

Vesturbyggð gerir ekki athugasemd við viðbót við frummatsskýrslu nema því er varðar fullyrðingar Skipulagsstofnunar að rannsókn hafi ekki verið gerð á samfélagslegum áhrifum fiskeldis á Vestfjörðum og því ekki mögulegt að fullyrða um áhrif fiskeldis á íbúaþróun. Rétt er að benda á að Byggðastofnun vann í ágúst 2017 skýrslu um byggðaleg áhrif fiskeldis, þar sem m.a. er fjallað um semfélagsleg áhrif fiskeldis á Vestfjörðum. Bæjarráð Vesturbyggðar ítrekar því mikilvægi þess að gætt sé að samfélagslegum áhrifum af slíkri uppbyggingu sem og mikilvægi þess að opinberar eftirlitsstofnanir sinni hlutverki sínu af alúð í þágu umhverfis og lífríkis sjávar með því að hafa fasta starfsstöð á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem á landssvæðinu er umfangsmesta sjókvíaeldi í landinu.

Bæjarráð vísar viðbót við frummatsskýrslu og kostagreiningu til hafna- og atvinnumálaráðs og skipulags- og umhverfisráðs til kynningar og bæjarstjóra falið að svara beiðni Skipulagsstofnunar innan umsagnarfrests.




18. febrúar 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fram til kynningar umsagnarbeiðni um aukna framleiðslu á laxi í Patreksfirði og Tálknafirði um 14.500 tonn.