Hoppa yfir valmynd

Ósk um umsögn um þingsályktunartillögu um heilbrigðistefnu til ársins 2030, 509. mál. - Velferðarnefnd Alþingis

Málsnúmer 1902029

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. febrúar 2019 – Bæjarráð

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 7. febrúar sl. frá Velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um þingsályktun um heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Í stefnunni er hlutverk og fjárhagsleg ábyrgð ríkis og sveitarfélaga um veitingu heilbrigðisþjónustu skilgreind. Þá kemur enn fremur fram í stefnunni að sveitarfélögin hafa mikilvægu hlutverki að gegna með þeirri þjónustu sem þeim ber að veita samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, lögum um málefni aldraðra og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Í stefnunni verði tryggt að öllum sé ljóst hvar skilin eiga að liggja varðandi hlutverkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Annars er hætt við að notendur fái ekki þjónustu við hæfi á réttu þjónustustigi og gjaldi fyrir deilur milli þessara aðila um kostnaðarskiptingu. Æskilegast er að ákvarðanir um þjónustu séu teknar sem næst þeim sem þarf á henni að halda og að náin samvinna sé milli heilbrigðisstofnunar og sveitarfélags þar sem viðkomandi býr.




5. mars 2019 – Velferðarráð

Lagt fram til kynningar