Hoppa yfir valmynd

Tjaldstæði

Málsnúmer 1902036

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. febrúar 2019 – Bæjarráð

Lögð fyrir drög að samningi um rekstur tjaldsvæðis á Patreksfirði þar sem samið verður við Kristján Guðmund Sigurðsson um reksturinn sumarið 2019. Einnig er lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá tjaldsvæða. Bæjarráð samþykkir samningsdrögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
Bæjarráð samþykkir jafnframt tillöguna að breytingu gjaldskrár tjaldsvæða þannig að stakt gjald verði 1.500 í stað 1.700. Gjald fyrir afnot af þvottavél verður 1.000 í stað 1.350. Gjaldskrárbreyting miðast við 1. mars.
20. febrúar 2019 – Bæjarstjórn

Tillaga 863. fundar bæjarráðs frá 12. febrúar, um breytingar á gjaldskrá tjaldsvæða þannig að stakt gjald verði 1.500 í stað 1.700 og gjald fyrir afnot af þvottavél verði 1.000 í stað 1.350. Forseti leggur fram breytingartillögu þannig að stakt gjald verði 1.600 og gjald fyrir afnot af þvottavél verði 1.000

Forseti ber breytingartillögunar til atkvæða.

Tillagan samþykkt samhljóða.