Hoppa yfir valmynd

Leikskólamál. Bréf frá foreldrum á Barðaströnd

Málsnúmer 1902062

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. febrúar 2019 – Fræðslu og æskulýðsráð

Elín kom á fund nefndarinnar og skýrði afstöðu foreldra á Barðaströnd og hugmyndir að opnun leikskóla fyrir 6 börn á Birkimel.
Nefndin fagnar fjölgun barnafjölskyldna á Barðaströnd og framkomnum hugmyndum foreldra um vistun í Birkimels skóla. Ljóst er að vanda þarf til verka hvaða fyrirkomulag hentar best, hvort sem það er skilgreint sem starf dagmæðra, leikskólasel, eða deild undir Arakletti. Mikilvægt er að standa vel að verkefninu. Nefndin leggur til að málið verði skoðað mtt. þess hvað hentar best með tilliti til þarfa barnanna fyrst og fremst. Nefndin telur rétt að vinna málið áfram og beinir því til leikskólastjóra og ráðgjöfum Tröppu til frekari úrvinnslu. Nefndin vísar erindinu í framhaldi aftur til afgreiðslu í bæjarráði.