Hoppa yfir valmynd

Nettenging í Patreksskóla

Málsnúmer 1902064

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. febrúar 2019 – Fræðslu og æskulýðsráð

Nefndin tekur undir áhyggjur skólastjóra Patreksskóla sem fram kom í bréfinu af slæmu netsambandi sem hamlar skólastarfi. Ljóst er að starfsumhverfi kennara og nemenda árið 2019 krefst öflugs netsambands og hvetur nefndin bæjaryfirvöld til að grípa tafarlaust til aðgerða til að koma á ljósleiðarasamband í Patreksskóla en búið er að blása ljósleiðara i skólann en ennþá eftir er að tengja hann. Jafnframt hvetur nefndin bæjaryfirvöld að kanna ástand netttengingar í öðrum skólum Vesturbyggðar samhliða og leita samninga við tölvuþjónustu fyrir stofnanir sveitarfélagsins.