Hoppa yfir valmynd

Snjómokstur og vetrarþjónusta í fyrrum Rauðasandshreppi

Málsnúmer 1902074

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. febrúar 2019 – Bæjarráð

Lagt fram bréf íbúa á Rauðasandi dags. 29. janúar 2019 vegna snjómoksturs og vetrarþjónustu. Í bréfinu er þess óskað að bæjarstjórn Vesturbyggðar beiti sér í því að Rauðasandsvegi (614) verði bætt inná vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Einnig verði mokstur miðaður við ferðir mjólkurbíls og póstþjónustu.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að óska eftir því við Vegagerðina að vetrarþjónustu á Rauðasandsvegi (614) verði hagað með sambærilegum hætti og vetrarþjónustu á Örlygshafnarvegi (612).