Málsnúmer 1903024
17. september 2019 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps
Lögð fyrir til kynningar drög að aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2030.
15. apríl 2019 – Skipulags og umhverfisráð
Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030.
12. júní 2019 – Skipulags og umhverfisráð
Lagt fram til kynningar endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030. Fyrirhugað er að halda aukafund hjá skipulags- og umhverfisráði þann 19.júní vegna endurskoðunar aðalskipulags.
12. júní 2019 – Fræðslu og æskulýðsráð
Fræðslu- og æskulýðsráð hefur ekki athugasemdir við aðalskipulagið að svo stöddu.
13. júní 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð
Lagt fram til kynningar endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030. Fyrirhugað er að halda aukafund með skipulags- og umhverfisráði og bæjarstjórn þann 19.júní vegna endurskoðunar aðalskipulags.
17. september 2019 – Skipulags og umhverfisráð
Sölvi Sólbergsson, framkvæmdastjóri orkusviðs OV kynnti hugmyndir Orkubús Vestfjarða ohf. varðandi virkjanakost í Vatnsfirði, Barðaströnd í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030.
14. október 2019 – Velferðarráð
Velferðarráð fór endurskoðun aðalskiptulags Vesturbyggðar.
Velferðarráð vill vekja athygli á að í sveitarfélaginu sé aðgengi fyrir alla. Vill vekja athygli á öryggi í umferð t.d. fyrir börn með gangbrautum og gangstéttum einnig með aðgerðum til að lækka hraðan við staði þar sem börn eru s.s. við skóla.
8. október 2019 – Menningar- og ferðamálaráð
Lagt fram til kynningar gögn vegna breytinga á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2030.
Ráðið felur menningar-og ferðamálafulltrúa að koma athugasemdum til skila til byggingafulltrúa.
10. október 2019 – Skipulags og umhverfisráð
Lagt fram til kynningar greinargerð og uppdrættir á vinnslutillögu á endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030.
Haldinn verður sérstakur fundur með skipulags- og umhverfisráði um endurskoðunina þann 29. október.
29. október 2019 – Skipulags og umhverfisráð
Farið yfir tillögu að aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2030.
13. nóvember 2019 – Skipulags og umhverfisráð
Farið yfir tillögu að aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2030.
25. nóvember 2019 – Bæjarstjórn
Lögð fyrir tillaga að aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2030. Formaður bæjarráðs bar upp tillögu þar sem lagt er til við bæjarstjórn að skipaður verði þriggja manna vinnuhópur til að vinna að gerð aðalskipulags.
Til máls tóku: Forseti, ÞSÓ og ÁS.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur bæjarráði að skipa í hópinn.
3. desember 2019 – Bæjarráð
Tekin fyrir tillaga sem lögð var fyir á síðasta bæjastjórnarfundi Vesturbyggðar þar sem lagt var til að skipaður verði þriggja manna vinnuhópur til að vinna að gerð aðalskipulags. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna og fól bæjarráði að skipa í hópinn.
Bæjarráða skipar Friðbjörgu Matthíasdóttur, Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur og Jóhann Pétur Ágústsson í hópinn.
21. apríl 2021 – Skipulags og umhverfisráð
Fyrir liggur tillaga að endurskoðuðu Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035. Tillagan var forkynnt skv. 30 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 í lok árs 2020 og kynnt á íbúafundi 9. febrúar 2021.
Tillagan hefur verið send til umsagnaraðila og umsagnir liggja fyrir frá eftirfarandi aðilum: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Náttúrufræðistofnun Íslands, Samgöngustofu, Vegagerðinni, Breiðafjarðarnefnd, Fiskistofu, Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Landgræðslunni, Tálknafjarðarhreppi og Veðurstofu Íslands. Fyrir liggur samantekt skipulagsfulltrúa á innsendum umsögnum og mögulegum viðbrögðum.
Skipulagsstofnun hefur heimilað auglýsingu á tillögunni, með bréfi dagsett 25. mars þegar tekið hefur verið tillit til athugasemda stofnunarinnar eða að tillagan verði auglýst með athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 og leggur til við bæjarstjórn að tillagan og umhverfisskýrsla verði auglýst skv. 31. gr skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt athugasemdum skipulagsstofnunar.