Hoppa yfir valmynd

Efnisvinnsla Tagl - umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 1903090

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. apríl 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Vegagerðinni, dags. 16. apríl 2021. Í erindinu er óskað eftir heimild sveitarfélagsins til efnistöku í námu við Tagl á Bíldudal, alls um 20.000 m3. Jarðfræðingur á vegum Vegagerðarinnar skoðaði námuna í apríl 2021 og áætlar að taka megi allt að 84.000m3 úr námunni til viðbótar. Erindinu fylgir afstöðumynd af námunni sem og tölvupóstur frá jarðfræðingi Vegagerðarinnar.

Á 327. fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar sem haldinn var 24. október 2018 var samþykkt að veita framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr námunni fyrir allt að 30.000m3.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að gefið verði út endurnýjað framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna efnisvinnslu í Tagli fyrir allt að 49.000m3, þar sem um er að ræða námu sem þegar er opin og umfangið þannig að hún er ekki háð umhverfismati.

Varðandi sölu á efni úr námunni til Vegagerðarinnar þá er erindinu vísað áfram til bæjarráðs.
26. apríl 2021 – Bæjarráð

Erindi frá Vegagerðinni, dags. 16. apríl 2021. Í erindinu er óskað eftir heimild til efnistöku í námu við Tagl á Bíldudal, alls um 20.000 m3. Jarðfræðingur á vegum Vegagerðarinnar skoðaði námuna í apríl 2021 og áætlar að taka megi allt að 84.000m3 úr námunni til viðbótar. Erindinu fylgir afstöðumynd af námunni sem og tölvupóstur frá jarðfræðingi Vegagerðarinnar. Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn Vesturbyggðar á 83. fundi sínum 21. apríl sl. að gefið verði út endurnýjað framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna efnisvinnslu í Tagli fyrir allt að 49.000m3, þar sem um er að ræða námu sem þegar er opin og umfangið þannig að hún er ekki háð umhverfismati. Varðandi sölu á efni úr námunni til Vegagerðarinnar þá vísaði ráðið erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð heimilar sölu á efni til Vegagerðarinnar úr efnisnámunni.
28. apríl 2021 – Bæjarstjórn

Erindi frá Vegagerðinni, dags. 16. apríl 2021. Í erindinu er óskað eftir heimild til efnistöku í námu við Tagl á Bíldudal, alls um 20.000 m3. Erindinu fylgir afstöðumynd af námunni sem og tölvupóstur frá jarðfræðingi Vegagerðarinnar. Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn Vesturbyggðar á 83. fundi sínum 21. apríl sl. að gefið verði út endurnýjað framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna efnisvinnslu í Tagli fyrir allt að 49.000m3, þar sem um er að ræða námu sem þegar er opin og umfangið þannig að hún er ekki háð umhverfismati. Bæjarráð heimilaði á 919. fundi sínum, 26. apríl sl. að heimila sölu á efni úr námunni til Vegagerðarinnar.

Til máls tóku: Forseti, JG og FM

JG lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ekki skal heimila efnistöku í Taglinu umfram þá 49.000 rúmmetra sem nú eru til staðfestingar. Að þeirri efnistöku lokinni verði gengið frá svæðinu til framtíðar. Ég legg til að hafin verði þegar í stað undirbúningur að opnun sambærilegrar námu innan Vesturbyggðar á hentugri stað, enda er efnistaka þarna umdeild"

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisráðs að gefið verði út endurnýjað framkvæmdaleyfi fyrir allt að 49.000 m3 vegna efnisvinnslu í Tagli skv. 13. gr. Skipulagslaga og hafin verði skoðun á því hvort hægt sé að finna hentugri stað til efnistöku á sambærilegu efni innan Vesturbyggðar.