Hoppa yfir valmynd

Hreinsunarátak í Vesturbyggð

Málsnúmer 1903091

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. apríl 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Forstöðumaður tækideildar fór yfir tillögur að skipulagningu hafnarsvæða á Bíldudal og Patreksfirði vegna hreinsunarátaksins.Lagðar voru fram samþykktir um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Vestfjarða.

Skipulags- og umhverfisráð felur forstöðumanni tæknideildar að vera í sambandi við heilbrigðiseftirlit Vestfjarða vegna framkvæmdar á ákvæðum í samþykkt heilbrigðisnefndar Vestfjarða um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Vestfjarða nr. 910/2015.




12. júní 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Farið yfir stöðu hreinsunarátaks í Vesturbyggð. Heilbrigðiseftirlit vestfjarða límdu tilkynningar á 17 númerlausa bíla/tæki þann 23.apríl s.l. Heimtur voru með ágætum en enn eru bílar/tæki sem ekki hefur verið hreyft við. Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að fylgja málinu eftir og sjá til þess að bílarnir/tækin verði fjarlægð á kostnað eigenda.