Hoppa yfir valmynd

Rafstöðin, félagasamtök - Umsókn um þjónustu við salerni

Málsnúmer 1903096

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

30. apríl 2019 – Menningar- og ferðamálaráð

Tekin er fyrir erindi frá Rafstöðin, félagasamtök, þar sem óksað er eftir því við Vesturbyggð að sveitarfélagið taki að sér rekstur salerna við gömlu rafstöðina á Bíldudal.
Ekki er gert ráð fyrir slíkum rekstri í fjárhagsáætlun ársins og er talið að slíkt þurfi að vera hluti af heildarendurskoðun ársins. Auk þess er vinna sveitarfélagsins í stefnumótun í ferðamálum ekki formlega hafin og er því ekki talið við hæfi að taka ákvörðun fyrr en að þeirri vinnu hefur verið lokið. Lagt er til að tekið verði tillit til beiðninnar þegar stefnumótunarvinnan er hafin.




9. nóvember 2021 – Menningar- og ferðamálaráð

Tekið fyrir erindi dagss. 18.10.2021 frá Rafstöðin, félagasamtök, þar sem óskað er eftir því við Vesturbyggð að sveitarfélagið taki að sér rekstur salerna við gömlu rafstöðina á Bíldudal. Ráðið telur brýna nauðsyn á salernisaðstöðu á ferðamannastöðum til að tryggja jákvæða upplifun ferðafólks af svæðinu. Ráðið vísar málinu áfram til bæjarráðs til ákvörðunartöku.




23. nóvember 2021 – Bæjarráð

Lagt fram erindi dags. 18. október 2021 frá Rafstöðin, félagasamtök, þar sem óskað er eftir því við Vesturbyggð að sveitarfélagið taki að sér rekstur salerna við gömlu rafstöðina á Bíldudal. Erindið var rætt á 18. fundi menningar- og ferðamálaráðs 9. nóvember 2021, þar sem bókað var að brýn nauðsyn væri á salernisaðstöðu á ferðamannastöðum til að tryggja jákvæða upplifun ferðafólks af svæðinu og vísaði erindinu til bæjarráðs til umfjöllunar.

Bæjarráð telur sveitarfélagið ekki geta tekið að sér rekstur salernisins, undanfarin ár hefur verið unnið að því að hætta rekstri salerna á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu.