Hoppa yfir valmynd

Skipurit Vesturbyggð

Málsnúmer 1903100

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. mars 2019 – Bæjarráð

Lögð fram til kynningar drög að breytingu á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014.




27. mars 2019 – Bæjarstjórn

Varaforseti lagði fram breytingu á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014, með síðari breytingum. Lögð er til breyting á 50. gr. samþykktarinnar í samræmi við fyrirhugaðar breytingar á skipuriti sveitarfélagsins sem tekur gildi 1. maí 2019.
Lagt er til að orðalag 50. gr. samþykktarinnar verði svohljóðandi: Bæjarstjórn ræður starfsmenn í æðstu stjórnunarstöður hjá Vesturbyggð, t.a.m. bæjarstjóra, sviðsstjóra, skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa, slökkviliðsstjóra og forstöðumenn stofnana og veitir þeim lausn frá starfi

Varaforseti bar breytinguna upp til samþykktar og lagði til að breytingunni verði vísað til annarrar umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.




16. apríl 2019 – Bæjarráð

Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri fór yfir stöðu mála við innleiðingu nýs skipurits sem tekur gildi 1. maí nk.




24. apríl 2019 – Bæjarstjórn

Lögð fram til síðari umræðu tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014, með síðari breytingum. Lögð er til breyting á 50. gr. samþykktarinnar í samræmi við fyrirhugaðar breytingar á skipuriti sveitarfélagsins sem tekur gildi 1. maí 2019. Lagt er til að orðalag 50. gr. samþykktarinnar verði svohljóðandi: Bæjarstjórn ræður starfsmenn í æðstu stjórnunarstöður hjá Vesturbyggð, t.a.m. bæjarstjóra, sviðsstjóra, skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa, slökkviliðsstjóra og forstöðumenn stofnanna og veitir þeim lausn frá starfi.

Forseti bar breytinguna upp til samþykktar og lagði til að bæjarstjóra yrði falið að senda breytinguna til birtingar í Stjórnartíðindum.
Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjóri fór yfir innleiðingu nýs skipurits Vesturbyggðar sem kynnt var í mars 2019 og tekur gildi 1. maí 2019.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að ráða Gerði B. Sveinsdóttur í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Bæjarstjórn samþykkir að ráða Arnheiði Jónsdóttur í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Magnús Jónsson sat hjá við afgreiðslu ráðningar sviðstjóra fjölskyldusviðs.