Hoppa yfir valmynd

Fremri Hvesta - Skógræktaráform

Málsnúmer 1903107

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. febrúar 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 21.01.2020 þar sem óskað er umsagnar vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Fremri-Hvestu.

Skipulags- og umhverfisráð telur að tilkynningin gefi greinargóða lýsingu á framkvæmdinni, áhrifum hennar á umhverfi, mótvægisaðgerðum og vöktun. Gerð hefur verið skráning fornminja á svæðinu og mun framkvæmdin ekki hafa áhrif á þær. Skipulags- og umhverfisráð er sammála því sem fram kemur í tilkynningunni að hún rýri ekki þau verndarákvæði sem gilda um svæðið og sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að gefin verði jákvæð umsögn um skógrækt í í landi Fremri-Hvestu.
19. febrúar 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 21.janúar 2020 þar sem óskað er umsagnar vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Fremri-Hvestu.
Bæjastjórn telur að tilkynningin gefi greinargóða lýsingu á framkvæmdinni, áhrifum hennar á umhverfi, mótvægisaðgerðum og vöktun. Gerð hefur verið skráning fornminja á svæðinu og mun framkvæmdin ekki hafa áhrif á þær. Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og er sammála því sem fram kemur í tilkynningunni að hún rýri ekki þau verndarákvæði sem gilda um svæðið og sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.