Hoppa yfir valmynd

Hvestuvirkjun. Ósk um breytingu á deilskipulagi.

Málsnúmer 1903117

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. mars 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir eftir auglýsingu, breyting á deiliskipulagi, Hvestuvirkjun, Fremri Hvesta við Arnarfjörð. Tillagan var auglýst með athugasemdarfresti til 4. mars 2019. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.
Umsagnir liggja fyrir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Veðurstofu Íslands og Minjastofnun og höfðu þær ekki efnisleg áhrif á tillöguna. Umhverfisstofnun hefur ekki sent umsögn þrátt fyrir ítrekanir.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulag dagsett, 10. október 2018 og breytt 8. janúar 2019. Málsmeðferð verði skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisráð vill ennfremur ítreka bókun sem gerð var á síðasta fundi skipulags- og umhverfisráðs á að framkvæmdin fellur undir c-flokk framkvæmda og ber að tilkynna til sveitarfélagsins skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.




27. mars 2019 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir eftir auglýsingu, breyting á deiliskipulagi, Hvestuvirkjun, Fremri Hvesta við Arnarfjörð. Tillagan var auglýst með athugasemdarfresti til 4. mars 2019. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.

Umsagnir liggja fyrir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Veðurstofu Íslands og Minjastofnun og höfðu þær ekki efnisleg áhrif á tillöguna. Umhverfisstofnun hefur ekki sent umsögn þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um.

Til máls tóku: Varaforseti, og FM.

Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulag dagsett 10. október 2018 og breytt 8. janúar 2019 og felur skipulagsfulltrúa að senda það til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn vill ennfremur ítreka bókun sem gerð var á 56. fundi skipulags- og umhverfisráðs um að framkvæmdin falli undir c-flokk framkvæmda og ber að tilkynna til sveitarfélagsins skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.