Hoppa yfir valmynd

Karlar í skúrnum - verkefni Rauða krossins

Málsnúmer 1903131

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. mars 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram bréf Rauða kross Vestur-Barðastrandasýslu dags. 27. febrúar 2019 vegna verkefnisins Karlar í skúrnum. Í bréfinu er farið yfir verkefnið sem ætlað er að efla félagslíf, samkennd, samvinnu og vellíðan þeirra sem ekki eru á vinnumarkaði einhverra hluta vegna. Rauði krossinn hefur útvegað sjálfboðaliða til að sinna verkefninu og vonaðist til að sveitarfélagið útvegaði húsnæði undir verkefnið endurgjaldslaust líkt og gert hefur verið annarsstaðar. Óskað er eftir því að Vesturbyggð sjái verkefninu fyrir húsnæði endurgjaldslaust í 1-2 ár og eftir þann tíma verði metið hvernig tekist hafi til með verkefnið. Rými það sem hafna- og atvinnumálaráð lagði til að nýtast mætti undir verkefnið í Verbúðinni á Patreksfirði á síðasta fundi ráðsins, hentar að mati Rauða krossins vel fyrir verkefnið.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að leigja Rauða Krossinum bilið til notkunar endurgjaldslaust í 1 ár og felur hafnarstjóra að ganga frá leigusamningi um rýmið.




12. mars 2019 – Bæjarráð

Lagt fram bréf Rauða Kross Vestur Barðastrandarsýslu dags. 27. febrúar 2019 þar sem óskað er eftir að Vesturbyggð sjái verkefninu Karlar í skúrnum fyrir húsnæði endurgjaldslaust í 1-2 ár á meðan metið er hvernig verkefnið tekst til. Rýmið í Verbúð hentar vel til verkefnisins. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til hafna- og atvinnumálaráðs til afgreiðslu.