Hoppa yfir valmynd

Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði, mat á umhverfisáhrifum.

Málsnúmer 1903137

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

7. janúar 2020 – Bæjarráð

Lögð fram til kynningar Frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdar við Vestfjarðaveg (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði, dags. í nóvember 2019.
21. janúar 2020 – Bæjarráð

Lögð fram samantekt úr frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda við Vestfjarðaveg (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði.

Kynningarfundur um skýrsluna fer fram í Baldurshaga á Bíldudal kl. 17, þann 5. febrúar nk. Bæjarráð hvetur íbúa til að mæta á fundinn og kynna sér vel skýrsluna.
13. febrúar 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram bréf Egils Þórarinssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsett 27. desember sl., þar sem óskað er umsagnar vegna frummatsskýrslu um vegagerð á Vestfjarðarvegi (60) um Dynjandisheiði og á Bíldudalsvegi (63).
Á 889. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar var lögð fram samantekt úr frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda við Vestfjarðaveg (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Kynningarfundir um skýrsluna fóru fram í Baldurshaga á Bíldudal 5. febrúar sl.

Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar telur frummatsskýrslu vegna vegagerðar þ.e. Vestfjarðarvegur um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg uppfylla skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og geri grein fyrir framkvæmdinni á fullnægjandi hátt. Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að haft verði samráð við hagsmunaaðila vegna endanlegs leiðarvals í Vatnsfirði.
19. febrúar 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram bréf Egils Þórarinssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsett 27. desember sl., þar sem óskað er umsagnar vegna frummatsskýrslu um vegagerð á Vestfjarðarvegi (60) um Dynjandisheiði og á Bíldudalsvegi (63).

Til máls tóku: 2. varaforseti og ÞSÓ.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar telur frummatsskýrslu vegna vegagerðar þ.e. Vestfjarðarvegur um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg uppfylla skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og skýrslan geri fullnægjandi grein fyrir framkvæmdinni. Bæjarstjórn Vesturbyggðar leggur áherslu á að haft verði samráð við hagsmunaaðila vegna endanlegs leiðarvals í Vatnsfirði.