Hoppa yfir valmynd

Rekstur og fjárhagsstaða 2019.

Málsnúmer 1903162

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. apríl 2019 – Bæjarráð

Gerður Björk Sveinsdóttir, starfandi skrifstofu- og fjármálastjóri fór yfir stöðu rekstrar fyrir fyrstu tvo mánuði ársins.
21. maí 2019 – Bæjarráð

Gerður Björk Sveinsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu fór yfir stöðu rekstrar fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins.

Lögð var fram verkefnatillaga frá KPMG. Tillagan felur í sér yfirferð á núverandi stöðu Vesturbyggðar og áætlun sveitarfélagsins til næstu 4 ára. Samanburð við önnur sveitarfélög og aðstoð við að móta heildarsýn um framtíð sveitafélagsins í fjármálum til næstu ára. Kostnaður við verkefnið er frá 2,7 milljónum - 3,2 milljónum. Verkefnið rúmast innan fjárhagsáætlunar Vesturbyggðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera samning við KPMG á grundvelli verkefnatillögunnar.
Verkefnið er liður í því að bregðast við neikvæðri rekstrarniðurstöðu ársins 2018.
2. júlí 2019 – Bæjarráð

Gerður Björk Sveinsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðu rekstrar fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins.
17. september 2019 – Bæjarráð

Formaður bæjarráðs lagði til að unnið verði átta mánaða uppgjör í samstarfi við KPMG og það kynnt í kjölfarið. Uppgjörið ætti að liggja fyrir um mánaðarmótin september/október. Kostnaðurinn við uppgjörið er um 300 þúsund og verður vinnan við það nýtt við endurskoðun fyrir árið 2019.
Samþykkt samhljóða.
22. október 2019 – Bæjarráð

Lagt fram milliuppgjör dags. 31. ágúst 2019 fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2019. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir uppgjörið ásamt Haraldi Erni Reynissyni, endurskoðanda sveitarfélagsins. Niðurstaða A og B hluta sýnir hagnað uppá 40,1 milljón sem er 3 milljónum umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun með viðaukum fyrir sama tímabil.