Hoppa yfir valmynd

Fjallskil - kostnaður

Málsnúmer 1903176

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

7. maí 2019 – Bæjarráð

Ásgeir Sveinsson vék af fundi.

Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps hefur ekki tekist að funda aftur um málið. Bæjarráð felur bæjarstjóra í samráði við sveitarstjóra Tálknafjarðahrepps að ljúka málinu í samræmi við umræður á fundinum.




14. ágúst 2019 – Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar

Fjallskilanefnd vísar þvi til sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjórnar Vesturbyggðar að heimilt verði að leggja allt að 2% á landverð allra jarða í Vesturbyggð og Tálknafjarðahrepp, þar með talið eyðijarðir, að frádregnu verði ræktaðs lands og hlunninda miðað við gildandi fasteignamat á hverjum tíma, í samræmi við fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur nr. 716/2012, sem innheimt verði samhliða fasteignagjöldum 2020. Nefndin leggur einnig til að á árinu 2020 verði lagt á fjallskilaskylt búfé í sveitarfélögunum gjald sem nemur 300 kr. á hverja sauðkind skv. skráningu Matvælastofnunar sem renna skal í fjallskilasjóð.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Rætt um ógreidda reikninga vegna fjallskilakostnaðar 2018. Lagt er til að ógreiddum reikningum vegna fjallskilakostnaðar 2018 verði hafnað og sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjóra Vesturbyggðar falið að tilkynna reikningseigendum um höfnunina.

GÓ og RH greiddu atkvæði með tillögunni en SET greiddi atkvæði á móti.




20. ágúst 2019 – Bæjarráð

Tekin fyrir tillaga fjallskilanefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar þess efnis að heimilt verði að leggja allt að 2% á landverð allra jarða í Vesturbyggð og Tálknafjarðahrepp, þar með talið eyðijarðir, að frádregnu verði ræktaðs lands og hlunninda miðað við gildandi fasteignamat á hverjum tíma, í samræmi við fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur nr. 716/2012, sem innheimt verði samhliða fasteignagjöldum 2020. Þa leggur nefndin einnig til að á árinu 2020 verði lagt á fjallskilaskylt búfé í sveitarfélögunum gjald sem nemur 300 kr. á hverja sauðkind skv. skráningu Matvælastofnunar sem renna skal í fjallskilasjóð.

Bæjarráð vísar afgreiðslu máls til bæjarstjórnar Vesturbyggðar.




28. ágúst 2019 – Bæjarstjórn

Forseti bar fram fram tillögu um frestun dagsskárliðar.
Samþykkt samhljóða.




24. september 2019 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir bókun fjallskilanefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar þar sem því er vísað til bæjarstjórnar Vesturbyggðar að heimilt verði að leggja allt að 2% á landverð allra jarða í Vesturbyggð og Tálknafjarðahrepp, þar með talið eyðijarðir, að frádregnu verði ræktaðs lands og hlunninda miðað við gildandi fasteignamat á hverjum tíma, í samræmi við fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur nr. 716/2012, sem innheimt verði samhliða fasteignagjöldum 2020. Nefndin leggur einnig til að á árinu 2020 verði lagt á fjallskilaskylt búfé í sveitarfélögunum gjald sem nemur 300 kr. á hverja sauðkind skv. skráningu Matvælastofnunar sem renna skal í fjallskilasjóð. Tekjur vegna gjaldtökunnar renna óskipt í fjallskilasjóð og ráðstafað verður úr honum í samræmi við gildandi fjallskilasamþykkt.

Til máls tóku: Forseti, RH og GE.

Tillaga nefndarinnar samþykkt með sex atkvæðum, GE situr hjá