Hoppa yfir valmynd

Bláfáni 2019

Málsnúmer 1903182

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. mars 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Tekið fyrir minnisblað dags. í mars 2019 um úrbætur vegan Bláfána við Bíldudalshöfn og Patreksfjarðarhöfn. Í minnisblaðinu er farið yfir þær athugasemdir sem gerðar voru í maí 2018 skv. eftirlitsskýrslu Landverndar.

Við Patreksfjarðarhöfn þarf að ljúka við teikningu af svæðinu og lagfæra kantsteina, þökur og snyrta umhverfið. Grafa þarf úrgangsolíutank við hliðina á skýli fyrir ruslakör og einnig þarf að fjarlægja einkabryggju og ræða við eigendur bryggjunar um stólpa. Við Bíldudalshöfn þarf að finna varanlegan stað fyrir spilliefni og leggja vatn niður að flotbryggju. Fylgja eftir banni við bílaþvotti á bryggjunum og undirbúa aðstöðu fyrir bílaþvott í sveitarfélaginu.

Hafnarstjóra falið að fylgja málinu eftir og koma í framkvæmd.




16. september 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram til kynningar úttektarskýrslur vegna Bláfánans 2019, úttektin kom vel út. Bíldudalshöfn og Patrekshöfn flagga bláfánanum í ár, einu hafnirnar á Íslandi með vottunina.

Bláfáninn er tákn um gæði í margvíslegum skilningi, en viðurkenningin er veitt fyrir markvissa umhverfisstjórnum, góða þjónustu, vandaða upplýsingagjöf og umhverfisfræðslu. Markmið Bláfánans er verndun umhverfis í og við smábátahafnir og efling umhverfisvitundar jafnt hjá notendum hafnanna sem og samfélagsins í heild.