Hoppa yfir valmynd

Hvest - samningur um matarbakka til eldri bogara

Málsnúmer 1903189

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. mars 2019 – Bæjarráð

Lögð fram drög að samningi við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Vesturbyggðar um kaup á mat á bökkum fyrir eldri borgara, öryrkja og skjólstæðinga félagsþjónustu Vesturbyggðar. Einnig var lögð fram gjaldskrá Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða frá 1. febrúar 2019. Veruleg hækkun er á gjaldi fyrir mat á bökkum milli ára og nemur hækkunin 27,6% á milli ára. Þá var lögð fram samantekt á niðurgreiðslu á heimsendum mat annarra sveitarfélaga.

Bæjarráð gerir athugasemd við þá miklu hækkun sem gerð var á gjaldskrá Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða 1. febrúar 2019. Svo mikil hækkun í einu skrefi hafi verulega neikvæð áhrif á þá sem nýta þjónustuna. Með tilliti til niðurgreiðslna í öðrum sveitarfélögum felur bæjarráð starfandi fjármála- og skrifstofustjóra að greina hvort svigrúm sé í fjárhagsáætlun 2019 til að mæta þeirri hækkun sem drög að samningi við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða gerir ráð fyrir í formi niðurgreiðslu af hálfu sveitarfélagsins.




2. apríl 2019 – Bæjarráð

Lögð fram greining á fjárhagsáætlun 2019, hvort svigrúm sé til að mæta þeirri hækkun sem drög að samningi við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða gerir ráð fyrir í formi niðurgreiðslu af hálfu sveitarfélagsins. Niðurgreiðsla sveitarfélagsins um 250 kr. á hvern skammt nemur um 180.000 krónum á ári. Svigrúm er í fjárhagsáætlun 2019 til að mæta þeim kostnaði og samþykkir bæjarráð því niðurgreiðsluna. Bæjarráð samþykkir samninginn en felur bæjarstjóra að segja samningnum upp innan tilskilins frests þar sem kostnaður vegna máltíðanna hefur hækkað umtalsvert.