Hoppa yfir valmynd

Leikskólamál. Bréf frá foreldrum á Barðaströnd

Málsnúmer 1903224

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

7. maí 2019 – Bæjarráð

Tekið fyrir öðru sinni bréf frá foreldrum leikskólabarna á Barðaströnd um opnun leikskóladeildar. Bæjarstjóri fór yfir umræður á fundi með foreldrum 8. apríl 2019. Lagt fyrir bréf foreldra dags. 4. maí 2019 þar sem áréttaður er vilji foreldra að opnuð verði leikskóladeild á Barðaströnd.

Bæjarráð telur að ekki sé unnt að opna leikskóladeild á Barðaströnd en felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að auglýsa eftir dagforeldrum til starfa á Barðaströnd og leggja drög að reglum um dagforeldra fyrir næsta fund bæjarráðs.




21. maí 2019 – Bæjarráð

Lagt fyrir erindi dags. 12. maí 2019 frá foreldrum og forráðamönnum barna sem búa á Barðaströnd, þar sem þess er óskað að Vesturbyggð stofni og sjái um rekstur leikskólasels í Birkimel.

Bæjarráð telur að ekki sé unnt að opna leikskólasel á Barðaströnd og ítrekar fyrri bókun þar sem fram kemur að auglýst verði eftir dagforeldri á Barðaströnd.




2. júlí 2019 – Bæjarráð

Lagt fyrir til kynningar bréf frá foreldrum barna á leikskólaaldri á Barðaströnd þar sem óskað er eftir formlegu svari með rökstuðningi frá bæjarstjórn Vesturbyggðar um afgreiðslu erindis sem tekið var fyrir á fundi bæjarráðs 21. mai sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfriturum á grundvelli umræðna á fundinum.