Hoppa yfir valmynd

Sjómannadagurinn 2019 - tillaga að samstarfssamningi og styrkur

Málsnúmer 1903254

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. mars 2019 – Bæjarráð

Lagt fram erindi Sjómannadagsráðs Patreksfjarðar dags.1. mars 2019 vegna stuðnings Vesturbyggðar við sjómannadaginn 2019. Lögð voru fram drög að samstarfssamningi vegna fjármögnunar á skemmtiatriðum. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu samningsins til næsta fundar ráðsins.

Í erindinu er einnig óskað eftir að Vesturbyggð tilnefni fulltrúa sveitarfélagsins á fund stærstu félagssamtakanna á Patreksfirði til að ræða Sjómannadaginn og þau verkefni sem einstaka félög eru reiðubúin að taka að sér í undirbúningi fyrir sjómannadaginn. Bæjarráð tilnefnir Svanhvíti Sjöfn Skjaldardóttir sem fulltrúa Vesturbyggðar á fundinn.




2. apríl 2019 – Bæjarráð

Lagt fram erindi Sjómannadagsráðs Patreksfjarðar dags.1. mars 2019 vegna stuðnings Vesturbyggðar við sjómannadaginn 2019. Lögð voru fram drög að samstarfssamningi vegna fjármögnunar á skemmtiatriðum. Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um fund með formanni sjómannadagsráðs.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu máls þar til samráðshópur um sjómannadaginn hefur fundað.




7. maí 2019 – Bæjarráð

Menningar- og ferðamálafulltrúi kom inn á fundinn og fór yfir umræður á fundi Sjómannadagsráðs um skipulagningu Sjómannadagsins á Patreksfirði 2019. Tekin fyrir beiðni sjómannadagsráðs um samstarfssamning. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun samstarfssamnings.