Hoppa yfir valmynd

Stefnumótun í ferðaþjónustu

Málsnúmer 1903331

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. ágúst 2019 – Bæjarráð

Lögð fram tvö tilboð vegna vinnslu stefnumótunar í ferðaþjónustu í Vesturbyggð sem menningar- og ferðamálaráð vísaði til bæjarráðs til umfjöllunar.

Bæjarráð telur stefnumótun í ferðaþjónustu í Vesturbyggð eðlilegt framhald af vinnu við áfangastaðaáætlun Vestfjarða og vísar málinu til fjárhagsáætlanagerðar 2020.




19. mars 2019 – Menningar- og ferðamálaráð

Menningar-og ferðamálaráð leggur til að sveitarfélagið fari í stefnumótunarvinnu í ferðaþjónustumálum. Vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustu er talið nauðsynlegt að huga að stefnumótun m.a. í rekstri salerna, tjaldsvæðamálum, komum skemmtiferðaskipa og fl. Ráðið telur löngutímabært að þessi vinna fari af stað fyrir sunnanverða Vestfirði.




2. apríl 2019 – Bæjarráð

Lögð fyrir bókun menningar- og ferðamálaráðs á 4. fundi ráðsins 19. mars 2019 þar sem lagt er til að sveitarfélagið fari í stefnumótunarvinnu í ferðaþjónustumálum. Vegna aukinna umsvifa í ferðaþjónustu er talið nauðsynlegt að huga að stefnumótun m.a. í rekstri salerna, tjaldsvæðamálum, komum skemmtiferðaskipa og fl. Ráðið telur löngu tímabært að þessi vinna fari af stað fyrir sunnanverða Vestfirði. Unnið verði áfram að málinu og skoðað verði hvort stefnumótun í ferðaþjónustu verði hluti af vinnu við atvinnustefnu Vesturbyggðar.




30. apríl 2019 – Menningar- og ferðamálaráð

Menningar - og ferðamálaráð tekur fyrir tvö tilboð sem sveitarfélaginu hefur borist varðandi stefnumótunarvinnu í ferðamálum.
Ráðið felur starfsmanni ráðsins að afla ítarlegri upplýsinga um innihald tilboðanna og vísar málinu áfram í bæjarráð.