Hoppa yfir valmynd

Járnhóll 14 - umsókn um byggingaráform steypustöð.

Málsnúmer 1903389

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. mars 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Jóni Bjarnasyni f.h. Lás ehf, Bíldudal. Í erindinu eru kynnt gögn vegna byggingaráforma við Járnhól 14, Bíldudal. Fyrirhugað er að reisa um 550m2 stálgrindarhús sem ætlað er að hýsa steypustöð og verkstæði. Á afstöðumynd er merkt aðkoma frá þjóðvegi 63 að lóðinni sem ekki er skv. gildandi deiliskipulagi svæðisins.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti byggingaráformin en getur ekki tekið undir áform um vegtengingu við Bíldudalsveg, þar sem hún getur skert framtíðarnýtingu svæðisins til austurs en hugmyndir eru að fleiri lóðum á því svæði. Forstöðumanni tæknideildar falið að ræða við framkvæmdaraðila um úrlausnir.