Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2019 - Viðaukar

Málsnúmer 1903392

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

2. apríl 2019 – Bæjarráð

Lögð fyrir tillaga að viðauka 1. við fjárhagsáætlun 2019 um aukin útgjöld vegna fjárfestingar í lagningu ljósleiðara í verkefninu Ísland ljóstengt 2019. Útgjöldin nema 11,6 milljónum króna sem mætt er með lántöku. Þá er i viðaukanum mælt fyrir um tilfærslu og breytingu á fjárhagsáætlun 2019 vegna nýrrar útfærslu á áætlun sem felur í sér breytingu í A-hluta, lækkun á handbæru fé um 1,1 milljón króna. Samtals breyting í A- og B-hluta er lækkun á handbæru fé um 1,1 milljón króna. Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.




24. apríl 2019 – Bæjarstjórn

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2019 sem lagður var fyrir á 866. fund bæjarráðs. Viðaukinn felur í sér aukin útgjöld vegna fjárfestingar í lagningu ljósleiðara í verkefninu Ísland ljóstengt 2019. Útgjöldin nema 11,6 milljónum króna sem mætt er með lántöku. Þá er i viðaukanum mælt fyrir um tilfærslu og breytingu á fjárhagsáætlun 2019 vegna nýrrar útfærslu á áætlun sem felur í sér breytingu í A-hluta, lækkun á handbæru fé um 1,1 milljón króna. Samtals breyting í A- og B-hluta er lækkun á handbæru fé um 1,1 milljón króna.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukan samhljóða.




7. maí 2019 – Bæjarráð

Lögð fyrir tillaga að viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2019. Annars vegar er um er að ræða aukin rekstrarútgjöld vegna reksturs heimtaugar að fjárhæð 50.000 kr. auk endurbóta á aðstöðu félagsmiðstöðvarinnar Dímon á Bíldudal að fjárhæð 1.400.000 kr., samtals 1.450.000 kr. Hins vegar er um að ræða fjárfestingu í lagningu heimtaugar að fjárhæð 950.000 kr. Fjármögnun viðauka er með lækkun á áður áætlaðra fjárfestinga í götum á Bíldudal um 1.000.000 kr. og lækkun handbærs fjár um 1.400.000 kr.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.




15. maí 2019 – Bæjarstjórn

Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2019 sem lagður var fyrir á 869. fund bæjarráðs. Annars vegar er um er að ræða aukin rekstrarútgjöld vegna reksturs heimtaugar að íþróttasvæði á Bíldudal að fjárhæð 50.000 kr. auk endurbóta á aðstöðu félagsmiðstöðvarinnar Dímon á Bíldudal að fjárhæð 1.400.000 kr., samtals 1.450.000 kr. Hins vegar er um að ræða fjárfestingu í lagningu heimtaugar að íþróttasvæði á Bíldudal fjárhæð 950.000 kr. Fjármögnun viðauka er með lækkun á áður áætlaðra fjárfestinga í götum á Bíldudal um 1.000.000 kr. (opnun Ásbrekku) og lækkun handbærs fjár um 1.400.000 kr.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.




27. júní 2019 – Bæjarráð

Lagður fyrir viðauki 3. við fjárhagsáætlun 2019 vegna framkvæmda við Patreksskóla. Viðbótarfjárfesting umfram það sem áætlað er í fjárhagsáætlun 2019 fyrir Patreksskóla eru 12. milljónir, er því mætt með því að lækka fjárfestingu vegna Vatneyrarbúðar um 7 milljónir og lækka fjárfestingu á leikskólanum Arakletti sem áætlað var í verkefnið um 5 milljónir. Viðaukinn hefur ekki áhrif á niðurstöður í rekstri A hluta né hefur hann áhrif á niðurstöður í rekstri A og B hluta.

Bæjarráð staðfestir viðaukann samhljóða.




3. september 2019 – Bæjarráð

Lagður fyrir viðauki 4. við fjárhagsáætlun 2019. Launakostnaður og rekstrarksotnaður vegna leikskóladeildar við Patreksskóla samtals 8.1 milljón. Kostnaði er mætt með því að lækka launakostnað á í málaflokki 09 um 2.1 milljón og í málafl. 33 um 3,4 milljónir. Gerð er hagræðingarkrafna í rekstri málaflokks 04 uppá 2,6 milljónir. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta né hreyfir hann handbært fé.
Bæjarráð staðfestir viðaukann samhljóða.




24. september 2019 – Bæjarstjórn

Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2019 sem lagður var fyrir á 878. fund bæjarráðs. Viðaukinn er gerður vegna launakostnaður og rekstrarksotnaður leikskóladeildar við Patreksskóla samtals 8.1 milljón. Kostnaði er mætt með því að lækka launakostnað í málaflokki 09 um 2.1 milljón og í málafl. 33 um 3,4 milljónir. Gerð er hagræðingarkrafa í rekstri málaflokks 04 uppá 2,6 milljónir. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta né hreyfir hann handbært fé.

Til máls tóku: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.




1. október 2019 – Bæjarráð

Lögð fyrir tillaga að viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2019. Um er að ræða rekstrarkostnað við Patrekshöfn að fjárhæð 1.500.000 vegna viðhalds á krana, dekkjunar við trébryggju ofl. Viðhald á Bíldudalshöfn 1.500.000 vegna færslu á kalkgirðingu ofl. og Brjánslæknarhöfn 500.000 vegna vinnu við landtenginu smábáta ofl. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé þar sem tekjur af lestargjöldum og bryggjugjöldum vegna komu skemmtiferðaskipa hafa reynst hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta.




16. október 2019 – Bæjarstjórn

Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2019 sem lagður var fyrir á 880. fund bæjarráðs. Um er að ræða rekstrarkostnað við Patrekshöfn að fjárhæð 1.500.000 vegna viðhalds á krana, dekkjunar við trébryggju ofl. Viðhald á Bíldudalshöfn 1.500.000 vegna færslu á kalkgirðingu ofl. og Brjánslæknarhöfn 500.000 vegna vinnu við landtenginu smábáta ofl. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé þar sem tekjur af lestargjöldum og bryggjugjöldum vegna komu skemmtiferðaskipa hafa reynst hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.




12. nóvember 2019 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki 6. við fjárhagsáætlun 2019 vegna viðhaldsframkvæmda við ekjubrú við Brjánslækjarhöfn. Viðaukinn hljóðar uppá 7.043.000 og er mætt með framlagi frá Vegagerðinni uppá 7.043.000.
Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé né hefur hann áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta.




25. nóvember 2019 – Bæjarstjórn

Lagður fram viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2019 sem lagður var fyrir á 884. fund bæjarráðs. Viðaukinn hljóðar uppá 7.043.000 með virðisaukaskatti en 5.680.000 þegar búið er að leiðrétta fyrir skattinum og er vegna viðhaldsframkvæmda við ekjubrú við Brjánslækjarhöfn. Viðaukanum er mætt með framlagi frá Vegagerðinni uppá 5.680.000.

Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé né hefur hann áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.




3. desember 2019 – Bæjarráð

Lögð er fyrir tillaga að viðauka 7 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn er lagður fyrir vegna framkvæmda sem að ekki verða kláraðar á árinu 2019 en gert var ráð fyrir í áætlunum.
Jafnframt er gerð leiðrétting á fjárfestingu í hafnarsjóði Vegna rangrar framsetningar í fjárhagsáætlunar 2019

Fjárfesting við Bíldudalshöfn sem færist yfir á næsta ár eru 58 milljónir þar af er hlutur Vesturbyggðar 14 milljónir. Jafnframt er leiðrétt fyrir rangri framsetningu í áætlun 2019 þar sem heildar kostnaður við framkvæmdina var settur fram með virðisaukaskatti og framlag sveitarfélagsins of hátt sem nam skattinum um 32,4 milljónir. Lántaka í hafnarsjóði er lækkuð um 6 milljónir og handbært fé hækkað um 40,55 milljónir.

Fjárfestingar í eignarsjóði um 15,5 milljónir er lækkuð vegna framkvæmda við götur, gangstéttar, kantsteina bæði á Patreksfirði og á Bíldudal, framkvæmda við Vatneyrarbúð, brunavarnarkerfi við Patreksskóla og Bíldudalsskóla sem ekki næst að fullu að setja upp, efniskaup vegna uppsetningu Varmadælu við Patreksskóla lækkaður ásamt því að verkefnin við lagningu ljósleiðara í Arnarfirði að fjárhæð 11,6 milljónir sem samþykkt var í viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2019 frestast.
Lántaka í eignarsjóði er lækkuð um 19 milljónir ásamt tilfærslu fjármuna vegna frammúrkeyrslu við framkvæmdir við Tjarnarbraut 3 á Bíldudal að fjárhæð 6,4 sem kynnt var á 871. fundi bæjarráðs. Handbært fé hækkar um 1,7 milljón.

Framkvæmdir við Vatnsveitu eru lækkaðar um 7,0 milljónir þar sem ekki næst að klára að setja upp lokuhús á Bíldudal líkt og áætlað var, lántaka í eignasjóði er lækkuð á móti.

Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstarniðurstöðu A og B hluta en hækkar handbært fé um 40,55 milljónir.

Bæjarráð vísar viðaukanum til afgreiðslu í bæjarstjórn.




11. desember 2019 – Bæjarstjórn

Lagður fram viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2019 sem lagður var fyrir á 886. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar og vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn. Viðaukinn er lagður fyrir vegna framkvæmda sem ekki næst að klára á árinu 2019 sem fyrirhugaðar voru og gert var ráð fyrir í áætlunum. Jafnframt er gerð leiðrétting á fjárfestingu í hafnarsjóði Vesturbyggðar vegna rangrar framsetningar í fjárhagsáætlun 2019.

Fjárfesting við Bíldudalshöfn sem færist yfir á næsta ár eru 58 millj. kr., þar af er hlutur Vesturbyggðar 14 millj. kr. Jafnframt er leiðrétt fyrir rangri framsetningu í áætlun 2019 þar sem heildarkostnaður við framkvæmdina var settur fram með virðisaukaskatti og framlag sveitarfélagsins of hátt sem nam skattinum, eða um 32,4 millj. kr. Lántaka í hafnarsjóði er lækkuð um 6,0 millj. kr. og handbært fé hækkað um 40,55 millj. kr.

Fjárfestingar í eignarsjóði lækka um 15,5 millj. kr. vegna framkvæmda við götur, gangstéttar, kantsteina bæði á Patreksfirði og á Bíldudal, framkvæmda við Vatneyrarbúð, brunavarnarkerfi við Patreksskóla og Bíldudalsskóla sem ekki næst að fullu að setja upp, kostnaður vegna efniskaupa við uppsetningu varmadælu við Patreksskóla er lækkaður ásamt því að verkefni við lagningu ljósleiðara í Arnarfirði að fjárhæð 11,6 millj. kr. sem samþykkt var í viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2019 frestast.

Lántaka í eignarsjóði er lækkuð um 20,7 millj. kr ásamt tilfærslu fjármuna vegna frammúrkeyrslu við framkvæmdir við Tjarnarbraut 3 á Bíldudal að fjárhæð 6,4 millj. kr. sem kynnt var á 871. fundi bæjarráðs.

Framkvæmdir við vatnsveitu eru lækkaðar um 7,0 millj. kr. þar sem ekki næst að klára að setja upp lokuhús á Bíldudal líkt og áætlað var og er lántaka í eignasjóði lækkuð á móti.

Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstarniðurstöðu A- og B- hluta en hækkar handbært fé um 40,55 millj. kr.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir viðaukann.