Hoppa yfir valmynd

Umsókn um byggingarlóð á Patreksfirði

Málsnúmer 1904017

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. apríl 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Odda hf. Í erindinu er sótt um byggingarlóð á mótum Eyrargötu og Patrekshafnar til byggingar á húsnæði til vinnslu sjávarafla. Áætlað er að reisa 600 m2 límtrés- eða stálgrindarhús á reitnum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.
17. apríl 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Odda hf. dags. 2. apríl 2019. Í erindinu er sótt um byggingarlóð á mótum Eyrargötu og Patrekshafnar til byggingar á húsnæði til vinnslu sjávarafla. Áætlað er að reisa 600 m2 límtrés- eða stálgrindarhús á reitnum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti umsóknina fyrir sitt leyti á fundi ráðsins 15. apríl 2019. Hafnar- og atvinnumálaráð samþykkir umsóknina og felur hafnarstjóra að ganga frá lóðaleigusamningi við bréfritara um lóðina.