Hoppa yfir valmynd

Skjalavarsla og skjalastjórnun Vesturbyggðar 2017 - Eftirlitskönnun Þjóðskjalasafns Íslands

Málsnúmer 1904025

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. apríl 2019 – Bæjarráð

Lagt fyrir bréf Þjóðskjalasafns Íslands dags. 27. mars 2019 um tilmæli vegan skjalavörslu og skjalastjórnar sveitarstjórnarskrifstofunnar í Vesturbyggð vegna niðurstöðu rafrænnar könnunar á skjalavörslu og skjalastjórnun hjá sveitarfélögum sem eru afhendingarskyld til safnsins. Í bréfinu er bent á að málalykill fyrir málasafn Vesturbyggðar sé ekki samþykktur, málasafni ekki raðað eftir málalyklum, tölvupóstur sem varðveita á til frambúðar sé ekki prentaður út og lagður í skjalasafn til afhendingar, skjalavistunaráætlun hefur ekki verið samþykkt og rafrænt skjalavörslukerfi ekki verið tilkynnt til safnsins.

Bæjarstjóri fór yfir þær úrbætur sem gerðar hafa verið varðandi skjalavörslu og skjalastjórnun hjá Vesturbyggð. Unnið hefur verið markvisst í flokkun og pökkun gagna sem eldri eru en 30 ára og skylt er að afhenda Þjóðskjalasafni Íslands. Þá samþykkti Þjóðskjalasafn Íslands málalykil Vesturbyggðar frá 1. mars 2019 til 29. febrúar 2024, með bréfi dags. 1. mars 2019 og er málasafni sveitarfélagsins nú raðað eftir þeim málalyklum. Drög að skjalavistunaráætlun liggja fyrir og hafa verið til vinnslu síðustu mánuði.