Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag - Melanes ferðaþjónusta

Málsnúmer 1904028

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. ágúst 2019 – Bæjarráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi, Melanes ferðaþjónusta, dagsett 21. júní 2019. Deiliskipulagið nær yfir tæplega 5 ha svæði innan jarðarinnar Melanes við Rauðasand í Vesturbyggð. Til stendur að skipuleggja lóðir undir ferðaþjónustu, bæði gistihús og gistiskála.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með eftirfarandi lagfæringum, skýringamynd af vatnsbóli vantar, hugtakinu smáhýsi verði breytt í gistiskála og að skilgreind verði gistirými í hverri einingu. Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og þá samtímis verði auglýst aðalskipulagsbreyting um sama málefni.
24. júlí 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi, Melanes ferðaþjónusta, dagsett 21. júní 2019.

Deiliskipulagið nær yfir tæplega 5 ha svæði innan jarðarinnar Melanes við Rauðasand í Vesturbyggð. Til stendur að skipuleggja lóðir undir ferðaþjónustu, bæði gistihús og gistiskála.

Skipulags- og umhverfisráð mælist til að bæjarstjórn samþykki tillöguna og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um breytingar í takt við umræður á fundinum og þá samtímis verði auglýst aðalskipulagsbreyting um sama málefni.
5. desember 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Melanes ferðaþjónustu. Tillagan var auglýst frá 4. október til 18. nóvember 2019 samhliða breytingu á aðalskipulagi. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Umhverfisstofnun, Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.
Fyrir liggur leiðréttur uppdráttur þar sem gerðar hafa verið breytingar á skipulagsgögnum til samræmis við umsagnir. Breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagsgögnum eftir auglýsingu eru eftirfarandi:

- Umfjöllun um lagnir og vatnsból gerðar ítarlegri.
- Umfjöllun um umhverfisáhrif gerð ítarlegri.

Skiplags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11. desember 2019 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Melanes ferðaþjónustu. Tillagan var auglýst frá 4. október til 18. nóvember 2019 samhliða breytingu á aðalskipulagi. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Umhverfisstofnun, Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.
Fyrir liggur leiðréttur uppdráttur þar sem gerðar hafa verið breytingar á skipulagsgögnum til samræmis við umsagnir. Breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagsgögnum eftir auglýsingu eru eftirfarandi:

- Umfjöllun um lagnir og vatnsból gerðar ítarlegri.
- Umfjöllun um umhverfisáhrif gerð ítarlegri.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.