Hoppa yfir valmynd

Framleiðsluaukning á Bíldudal - fyrirspurn um matsskyldu

Málsnúmer 1904035

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. apríl 2019 – Bæjarráð

Umsagnarbeiðni vegna fyrirhugaðrar framleiðsluaukningar Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal.

Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar, dags. 9. apríl 2019, um umsögn um hvort og á hvaða forsendum fyrirhuguð framleiðsluaukning Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal skuli háð mati á umhverfisáhrifum laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, dagsett í apríl 2019, unnin af Verkís hf.

Í dag hefur Íslenska Kalkþörungafélagið heimild til að framleiða allt að 85.000 tonn en óskað er nú eftir heimild til að auka framleiðslu kalks í 120.000 tonn, sem er u.þ.b. sú framleiðsla sem þarf til að fullnýta það magn af kalkþörungaseti sem Orkustofnun hefur heimilað að nýtt verði í Arnarfirði.

Bæjarráð gerir athugasemdir við það hve stuttur umsagnarfrestur er gefinn og felur bæjarstjóra að óska eftir framlengdum fresti á umsögn sveitarfélagsins. Ráðið felur bæjarstjóra og forstöðumanni tæknideildar að gera drög að umsögn.
15. apríl 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar kom inn á fundinn undir þessum lið.

Umsagnarbeiðni vegna fyrirhugaðrar framleiðsluaukningar Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal.

Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar, dagsett 9. apríl 2019, um umsögn um hvort og á hvaða forsendum fyrirhuguð framleiðsluaukning Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal skuli háð mati á umhverfisáhrifum laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, dagsett í apríl 2019, unnin af Verkís hf.

Í dag hefur Íslenska Kalkþörungafélagið heimild til að framleiða allt að 85.000 tonn en óskað er nú eftir heimild til að auka framleiðslu kalks í 120.000 tonn, sem er u.þ.b. sú framleiðsla sem þarf til að fullnýta það magn af kalkþörungaseti sem Orkustofnun hefur heimilað að nýtt verði í Arnarfirði.

Skipulags- og umhverfisráð gerir athugasemdir við það hve stuttur umsagnarfrestur er gefinn og felur bæjarstjóra að óska eftir framlengdum fresti á umsögn sveitarfélagsins. Ráðið felur bæjarstjóra og forstöðumanni tæknideildar að gera drög að umsögn.
17. apríl 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Umsagnarbeiðni vegna fyrirhugaðrar framleiðsluaukningar Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal.

Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar, dagsett 9. apríl 2019, um umsögn um hvort og á hvaða forsendum fyrirhuguð framleiðsluaukning Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal skuli háð mati á umhverfisáhrifum laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, dagsett í apríl 2019, unnin af Verkís hf.

Í dag hefur Íslenska Kalkþörungafélagið heimild til að framleiða allt að 85.000 tonn en óskað er nú eftir heimild til að auka framleiðslu kalks í 120.000 tonn, sem er u.þ.b. sú framleiðsla sem þarf til að fullnýta það magn af kalkþörungaseti sem Orkustofnun hefur heimilað að nýtt verði í Arnarfirði.

Hafna- og atvinnumálaráð gerir athugasemdir við það hve stuttur umsagnarfrestur er gefinn og felur bæjarstjóra að óska eftir framlengdum fresti á umsögn sveitarfélagsins. Ráðið felur bæjarstjóra og forstöðumanni tæknideildar að gera drög að umsögn.
7. maí 2019 – Bæjarráð

Lögð fram til kynningar drög að umsögn Vesturbyggðar um beiðni Skipulagsstofnunar dags. 4. apríl 2019 um matsskyldu vegna framleiðsluaukningar á kalkþörungaseti í verksmiðju Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. á Bíldudal.
5. desember 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram til kynningar greinagerð Skipulagsstofnunar dags. 29. nóvember 2019 um ákvörðun á matsskyldu vegna framleiðsluaukningar Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal.

Niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
13. janúar 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram til kynningar greinagerð Skipulagsstofnunar dags. 29. nóvember 2019 um ákvörðun á matsskyldu vegna framleiðsluaukningar Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal.

Niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun telur að rétt sé að bíða með að veita heimild til framleiðsluaukningar á meðan frávik vegna hávaða og ryks frá núverandi starfsemi er óleyst.