Hoppa yfir valmynd

Ósk um úthlutun lóða við Aðalstæti 124A og 128 til húsbyggingar - Sigurpáll Hermannsson

Málsnúmer 1904038

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. apríl 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Aðalstræti 73 ehf. Í erindinu er sótt um lóðirnar að Aðalstræti 124A og 128 til húsbygginga en fyrirhugað er að reisa þar 160-220 m2 einbýlishús.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt.
24. apríl 2019 – Bæjarstjórn

Erindi dags. 8. apríl sl. frá Aðalstræti 73 ehf. Í erindinu er sótt um lóðirnar að Aðalstræti 124A og 128 til húsbygginga en fyrirhugað er að reisa þar 160-220 m2 einbýlishús. Með bréfi dags. 24. apríl 2019 óskaði bréfritari eftir að fá aðra lóð en Aðalstræti 128 til leigu. Bæjarstjórn vísar frekari afgreiðslu málsins til skipulags- og umhverfisráðs.

Bæjarstjórn samþykkir að leigja Aðalstræti 73 ehf. lóðina að Aðalstræti 124A til húsbygginga.
8. maí 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Aðalstræti 73 ehf. Á 58. fundi skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 15. apríl s.l. var tekin fyrir umsókn Aðalstrætis 73 ehf. um lóðir við Aðalstræti 124A og Aðalstræti 128, lagði ráðið til við Bæjarstjórn að erindið yrði samþykkt. Þann 25. apríl barst annað erindi frá Aðalstræti 73 ehf. þar sem heldur var óskað eftir lóðinni við Hjalla 24 fremur en Aðalstræti 128 til húsbyggingar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við Bæjarstjórn að samþykkt verði að úthluta lóðinni að Hjöllum 24 til Aðalstrætis 73 ehf. Lóðin að Aðalstræti 128 verði því laus til umsóknar.
15. maí 2019 – Bæjarstjórn

Erindi frá Aðalstræti 73 ehf. Á 58. fundi skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 15. apríl s.l. var tekin fyrir umsókn Aðalstrætis 73 ehf. um lóðir við Aðalstræti 124A og Aðalstræti 128, lagði ráðið til við Bæjarstjórn að erindið yrði samþykkt. Þann 25. apríl barst annað erindi frá Aðalstræti 73 ehf. þar sem heldur var óskað eftir lóðinni við Hjalla 24 fremur en Aðalstræti 128 til húsbyggingar.

Bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni að Hjöllum 24 til Aðalstrætis 73 ehf. Lóðin að Aðalstræti 128 verði því laus til umsóknar.
15. nóvember 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Tekinn fyrir tölvupóstur Sigurpáls Hermannssonar f.h. Aðalstrætis 73 ehf. dags. 22.október 2021. Í tölvupóstinum er tilkynnt um skil á lóðinni að Aðalstræti 124A, en bréfritari hefur hætt við byggingaráform á lóðinni.