Hoppa yfir valmynd

Ráðning sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs

Málsnúmer 1904048

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. apríl 2019 – Bæjarráð

Farið var yfir ferli við ráðningu sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar sem auglýst var í febrúar. Umsóknarfrestur var til 8. mars sl. og bárust 8 umsóknir um starfið. Hagvangur sá um ráðningaferlið fyrir hönd Vesturbyggðar, lagði mat á umsækjendur út frá hæfniviðmiðum vegna starfsins og voru fjórir umsækjendur teknir í viðtöl.

Bæjarráð vísar ákvörðun um ráðningu til bæjarstjórnar Vesturbyggðar.




24. apríl 2019 – Bæjarstjórn

Fyrir bæjarstjórn lá fyrir greinargerð Hagvangs með upplýsingum um þá aðila sem sóttu um stöðu sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar. Alls sóttu 8 aðilar um stöðuna en einn aðili dró umsókn sína til baka. Hagvangur annaðist ráðningaferlið og voru 4 umsækjendur teknir í viðtöl. Að loknum viðtölum var Geir Gestsson talinn hæfastur í starfið.

Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri, FM og MJ.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að ráða Geir Gestsson í starf sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar.