Hoppa yfir valmynd

Upplýsingamiðstöð - rekstur 2019

Málsnúmer 1904085

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

30. apríl 2019 – Menningar- og ferðamálaráð

Gunnþórunn Bender vék af fundi áður en þetta erindi var tekið fyrir.

Tekin fyrir beiðni Westfjords Adventures um samstarf um rekstur á upplýsingamiðstöð ferðamanna yfir sumartímann. Westfjords Adventures hefur gert samstarfssamning við Vesturbyggð s.l. tvö ár þar sem þeim hefur verið greiddur styrkur að upphæð 900.000 krónur,fyrri helming í upphafi sumars og seinni helming í lok tímabilsins.
Ráðið leggur til að samningurinn verði endurnýjaður og vísar erindinu áfram til bæjarráðs.
7. maí 2019 – Bæjarráð

Tekin fyrir beiðni Westfjords Adventures dags. 24. apríl 2019 um samstarf um rekstur á upplýsingamiðstöð ferðamanna yfir sumartímann. Westfjords Adventures hefur gert samstarfssamning við Vesturbyggð s.l. tvö ár þar sem þeim hefur verið greiddur styrkur að upphæð 900.000 krónur. Ferða- og menningarmálaráð leggur til í bókun á 5. fundi ráðsins 30. apríl 2019 að gerður verið áfram samningur við Westfjords Adventures.

Bæjarráð staðfestir beiðnina og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar.