Hoppa yfir valmynd

Stjórnskipan Vesturbyggðar - breyting á skipan í ráð og nefndir

Málsnúmer 1905023

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. maí 2019 – Bæjarstjórn

Lögð var fram tillaga um breytingar á nefndarskipan í eftirtöldum nefndum Vesturbyggðar:

Esther Gunnarsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í menningar- og ferðamálaráði í stað Rögnu Jennýar Friðriksdóttur og að Anna Vilborg Rúnarsdóttir taki sæti sem varamaður.

Ásdís Snót Guðmundssdóttir tekur sæti sem varamaður í skipulags- og umhverfisráði í stað Rögnu Jennýar Friðriksdóttur.

Rebekka Hilmarsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps í stað Ásgeirs Sveinssonar.

Til máls tóku: Forseti, GE og ÞSÓ

Tillagan er samþykkt samhljóða.
28. ágúst 2019 – Bæjarstjórn

Lögð var fram tillaga um breytingar á nefndarskipan í fræðslu- og æskulýðsráði. Esther Gunnarsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í fræðslu- og æskulýðsráði frá og með 1. janúar í stað Guðrúnar Eggertsdóttur.

Tillagan er samþykkt samhljóða.
24. september 2019 – Bæjarstjórn

Forseti bar upp tillögur um breytingar á nefndarskipan annarsvegar í fræðslu- og æskulýðsráði. Þórkatla Soffía Ólafsdóttir tekur sæti sem varamaður í stað Sædísar Eiríksdóttur og hins vegar í menningar- og ferðamálaráð en þar taka Iða Marsibil Jónsdóttir og Jón Árnason sæti sem varamenn í stað Maríu Ragnarsdóttur og Arons Inga Guðmunssonar.

Samþykkt samhljóða
16. október 2019 – Bæjarstjórn

Kosið í öldrunaráð skv. samþykktum um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014, með síðari breytingu. Nefndin fer með málefni aldraðra skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Nefndin fer með önnur málefni skv. erindisbréfi sem henni er sett. Aðalmenn: Karólína Guðrún Jónsdóttir, Jörundur Garðarsson, María Úlfarsdóttir Til vara: Eiður Thoroddssen, Sigríður Bjarnadóttir og Jón Árnason.

Samþykkt með sex atkvæðum. Jörundur Garðarsson situr hjá við atkvæðagreiðslu.
30. október 2019 – Bæjarstjórn

Forseti bar upp tillögur um breytingar á nefndarskipan í fræðslu- og æskulýðsráði. Jón Árnason tekur sæti sem varamaður í stað Guðbjartar Gísla Egilssonar og Sigríður Ágústa Guðmundsdóttir tekur sæti sem varamaður í sömu nefnd í stað Birtu Eik Fanneyjar Óskarsdóttur.

Samþykkt samhljóða.
15. janúar 2020 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir beiðni Gísla Ægis Ágústssonar um leyfi frá störfum sem aðalmaður í Hafna- og atvinnumálaráði og varamaður í bæjarstjórn til sumarfríis bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
19. febrúar 2020 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir beiðni Maríu Ósk Óskarsdóttur um leyfi frá störfum sem aðalmaður í bæjarstjórn Vesturbyggðar ásamt öðrum störfum sem María gegnir fyrir sveitarfélagið til 1. maí nk.

Samþykkt samhljóða.