Hoppa yfir valmynd

Ósk um samstarf - Villikettir

Málsnúmer 1905083

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. júní 2019 – Bæjarráð

Lagt fram erindi Berglindar Kristjánsdóttur dags. 22. maí 2019 þar sem óskað er eftir samstarfi Vesturbyggðar við Villiketti um handsömun villikatta á Patreksfirði. Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.




25. júlí 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri kom inn á fundinn.

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá bæjarráði Vesturbyggðar. Lagt fram erindi Berglindar Kristjánsdóttur dags. 22. maí 2019 þar sem óskað er eftir samstarfi Vesturbyggðar við Villiketti um handsömun villikatta á Patreksfirði.

Óskað er eftir aðstöðu í Verbúðinni, Patrekshöfn. Óskað er eftir ca. 12 m2 herbergi í Verbúðinni.

Bæjarstjóri kynnti málið fyrir hafna- og atvinnumálaráði.

Hafna- og atvinnumálaráð telur að verbúðin sé ekki ákjósanleg staðsetning undir starfsemi Villikatta sökum annarrar starfsemi í húsinu. Ráðið felur hafnarstjóra í samráði við sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að skoða hvort heppileg staðsetning sé til staðar í Straumnesi.

Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri fór af fundi.