Hoppa yfir valmynd

Samgönguáætlun 2020-2024 - tillögur hafnarsjóðs Vesturbyggðar

Málsnúmer 1905110

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. júní 2019 – Bæjarráð

Ræddar tillögur um hafnarframkvæmdir í Samgönguáætlun 2020 - 2024. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna tillögur um hafnarframkvæmdir í Vesturbyggð í samræmi við umræður á fundinum og með tilliti til ábendinga hafna- og atvinnumálaráðs. Tillögunum vísað til umfjöllunar í bæjarstjórn.




13. júní 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 7.júní varðandi fimm ára samgönguáætlun 2020-2024. Bæjarstjóri kynnti tillögur að svari Hafna Vesturbyggðar um framlög til væntanlegra framkvæmda á vegum hafnanna á þessum tímabili.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tillögur og forgangsröðun skv. minnisblaði bæjarstjóra dags. 7.júní og vísar málinu áfram til umfjöllunar í bæjarstjórn.




19. júní 2019 – Bæjarstjórn

Ræddar tillögur að hafnarframkvæmdum og sjóvörnum í samgönguáætlun 2020 - 2024 fyrir hafnir Vesturbyggðar, en samkvæmt lögum skal Vegagerðin vinna áætlun í samræmi við hafnarlög nr. 61/2003 og sjóvarnir nr. 28/1997 með kostnaðarþátttöku ríkissjóðs skv. lögum um samgönguáætlun nr. 33/2008.

Til máls tóku: Forseti, FM, GBS og GE

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að senda Vegagerðinni tillögurnar með tilliti til bókunar hafna- og atvinnumálaráðs og framkominna athugasemdum.