Hoppa yfir valmynd

Reglur um gerð viðauka

Málsnúmer 1906014

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. júní 2019 – Bæjarráð

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lagði fram drög að reglum um framlagningu viðauka í Vesturbyggð. Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.




19. júní 2019 – Bæjarstjórn

Lagðar fram reglur um gerð viðauka. Reglurnar taka mið af leiðbeiningum samgögnu- og sveitarstjórnarráðuneytisins skv. ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Tilgangur reglnanna er að styðja enn frekar stjórnendur sveitarfélagsins við vinnslu og framlagningu viðauka við fjárhagsáætlun.

Til máls tóku: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða reglur um gerð viðauka og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta reglurnar á heimasíðu Vesturbyggðar og kynna þær vel fyrir stjórnendum sveitarfélagsins.