Hoppa yfir valmynd

Reglur um dagforeldra í Vesturbyggð

Málsnúmer 1906016

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. júní 2019 – Bæjarráð

Rædd drög að reglum um starfsemi dagforeldra á Barðaströnd. Bæjarráð vísar reglunum til bæjarstjórnar til samþykktar.
19. júní 2019 – Bæjarstjórn

Lagðar fram reglur um dagforeldra á Barðaströnd. Í reglunum sem eru sérreglur gagnvart almennum reglum um dagforeldra í Vesturbyggð er kveðið á um þjónustu dagforeldra á Barðaströnd. Samkvæmt reglunum mun Vesturbyggð veita dagforeldri stuðning í formi húsnæðis til dagvistunar barna og einnig styrk til að öðlast réttindi sem dagforeldri. Með reglunum er það von bæjarstjórnar Vesturbyggðar að unnt verði að auka þjónustu við barnafjölskyldur á Barðaströnd strax næsta haust.

Til máls tóku: Forseti, GE, DV, GBS,

Bæjarstjórn vísar tillögunum aftur til bæjarráðs til frekari umfjöllunnar.

Samþykkt samhljóða.
2. júlí 2019 – Bæjarráð

Lagðar fram reglur um dagforeldra á Barðaströnd. Í reglunum sem eru sérreglur gagnvart almennum reglum um dagforeldra í Vesturbyggð er kveðið á um þjónustu dagforeldra á Barðaströnd. Samkvæmt reglunum mun Vesturbyggð veita dagforeldri stuðning í formi húsnæðis til dagvistunar barna og einnig styrk til að öðlast réttindi sem dagforeldri. Með reglunum er það von bæjarstjórnar Vesturbyggðar að unnt verði að auka þjónustu við barnafjölskyldur á Barðaströnd strax næsta haust.
Reglurnar voru teknar fyrir á fundi bæjarstjórnar 19. júní sl. þar sem þeim var vísað aftur til bæjarráðs til frekari umfjöllunar. Gerð hefur verið breyting á reglunum til samræmis við það sem kom fram á fundi bæjarstjórnar.

Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir reglurnar.

Sviðsstjóra fjölskyldusviðs er falið að birta reglurnar á heimasíðu sveitarfélagins og í kjölfarið auglýsa eftir dagforeldrum á Barðaströnd.
13. janúar 2021 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Minnisblað frá bæjarstjóra og sviðstjóra Fjölskyldusviðs, dagsett 4. desember, lagt fyrir ráðið. Sviðstjóri Fjölskyldusviðs kom inn á fundinn undir þessum lið og greindi frá ferlinu og stöðu mála hvað varðar reglur og útfærslu dagforeldra í Vesturbyggð. Reglur Vesturbyggðar um leyfisveitingu til daggæslu barna í heimahúsum á Barðaströnd bornar undir ráðið. Ráðið skilar tillögum að lítilsháttar breytingum til bæjarstjóra og sviðstjóra Fjölskyldusviðs.
18. janúar 2021 – Velferðarráð

Lagt fram til afgreiðslu reglur Vesturbyggðar um leyfisveitingu til daggæslu barna á Barðaströnd.
Samþykkt samhljóða
20. janúar 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fram drög að reglum um leyfisveitingu til daggæslu barna á Barðaströnd og reglur Vesturbyggðar um niðurgreiðslu vegna daggæslu barna á Barðasrönd. Reglurnar eru unnar í samræmi við áherslur í fjárhagsáætlun 2021, þar sem mælt er fyrir um aukinn stuðning við barnafjölskyldur á Barðaströnd. Samkvæmt reglunum mun þeim sem áhuga hafa á að starfa sem dagforeldri á Barðaströnd standa til boða aðstaða án endurgjalds í húsnæði Birkimelsskóla og þá styrkir sveitarfélagið viðkomandi dagforeldri til að sækja nauðsynleg námskeið sem og unnt er að sækja um stuðningsstyrk skv. reglum Vesturbyggðar. Fræðslu- og æskulýðsráð og velferðarráð hafa fjallað um drögin.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn vísar reglunum til bæjarráðs til frekari úrvinnslu og felur bæjarráði endanlega afgreiðslu.
26. janúar 2021 – Bæjarráð

Lögð fram uppfærð drög að reglum um dagforeldra á Barðaströnd. Ákvæði 5. gr. reglna um leyfisveitingu til daggæslu barna á Barðaströnd hefur verið skýrt í samræmi við umræður á fundi bæjarstjórnar, 21. janúar sl.

Bæjarráð Vesturbyggðar staðfestir reglurnar og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að birta reglurnar á heimasíðu sveitarfélagsins og auglýsa eftir dagforeldrum.