Hoppa yfir valmynd

Aukning á framleiðslu á laxi í sjókvíum í Arnarfirði, Arnarlax - Ósk um umsögn

Málsnúmer 1906021

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. júní 2019 – Bæjarráð

Lagt fram erindi Verkís hf. dags. 31. maí 2019 fyrir hönd Arnarlax hf. þar sem óskað er eftir athugasemdum frá Vesturbyggð við drög að tillögu að matsáætlun, vegna aukningar á framleiðslu á laxi í sjókvíum í Arnarfiði um 4.500 tonn.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda athugasemdir við drögin í samræmi við umræður á fundinum.




13. júní 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram erindi Verkís hf. dags. 31. maí 2019 fyrir hönd Arnarlax hf. þar sem óskað er eftir athugasemdum frá Vesturbyggð við drög að tillögu að matsáætlun, vegna aukningar á framleiðslu á laxi í sjókvíum í Arnarfiði um 4.500 tonn. Arnarlax hf hefur í dag starfs- og rekstrarleyfi fyrir 10.000 tonna ársframleiðslu í Arnarfirði.

Hafna- og atvinnumálaráð gerir ekki athugasemdir við drög Verkís að tillögu að matsáætlun um aukningu á framleiðslu Arnarlax hf á laxi á sjókvíum í Arnarfirði um 4.500 tonn.