Hoppa yfir valmynd

Hvestuveita - umsókn um framkvæmdaleyfi, lagnaleið.

Málsnúmer 1906027

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. júní 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Hvestuveitu ehf. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi annars vegar fyrir nýrri stíflu við Hvestuvirkjun í landi Fremri-Hvestu, Arnarfirði. Framkvæmd er í samræmi við deiliskipulag Hvestuvirkjunar, erindinu fylgir teiking er sýnir stíflu, ásamt fornleifaskráningu. Hæð stíflu er um 3,5m og lengd allt að 25 m. Hinsvegar er sótt um um framkvæmdaleyfi fyrir lagnaleið 800mm stofnlagnar frá stíflu að nýrri virkjun í landi Fremri-Hvestu, Arnarfirði. Heildarlengd lagnar er um 350m. Framkvæmd er í samræmi við deiliskipulag Hvestuvirkunar, erindinu fylgir teiking er sýnir snið í skurð, ásamt fornleifaskráningu.

Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdirnar séu minniháttar. Skipulags- og umhverfisráð bendir á að stíflugerðin sjálf er háð byggingarleyfi byggingarfulltrúa.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrirhugðar framkvæmdir eru hluti af einni framkvæmd sem fellur undir lið 3.23 í viðauka 1 í lögum um mat á umhverfisáhrifum þá óskar framkvæmdaaðili einnig eftir því hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisháhrifum en um er að ræða viðbót við vatnsaflsvirkjun sem er allt að 200 kW.

Fyrirhuguð virkjun er umfangslítil framkvæmd. Um rennslisvirkjun er að ræða og mun uppsetning hennar ekki breyta farvegi árinnar. Áhrif á vatnafar verða því óveruleg. Ný mannvirki munu ekki breyta ásýnd svæðisins sem nú þegar er manngert. Við frágang við stíflu og stofnlagnar verður miðað við að hylja og laga mannvirki að umhverfinu svo þau sjáist sem minnst.

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur sveitarfélagið Vesturbyggð farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða sveitarfélagsins Vesturbyggðar er að Hvestuvirkjun 2 sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.




19. júní 2019 – Bæjarstjórn

Erindi frá Hvestuveitu ehf. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi annars vegar fyrir nýrri stíflu við Hvestuvirkjun í landi Fremri-Hvestu, Arnarfirði. Framkvæmd er í samræmi við deiliskipulag Hvestuvirkjunar, erindinu fylgir teiking er sýnir stíflu, ásamt fornleifaskráningu. Hæð stíflu er um 3,5m og lengd allt að 25 m. Hinsvegar er sótt um um framkvæmdaleyfi fyrir lagnaleið 800mm stofnlagnar frá stíflu að nýrri virkjun í landi Fremri-Hvestu, Arnarfirði. Heildarlengd lagnar er um 350m. Framkvæmd er í samræmi við deiliskipulag Hvestuvirkjunnar, erindinu fylgir teikning er sýnir snið í skurð, ásamt fornleifaskráningu.

Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdirnar séu minniháttar og bendir á í bókun sinni að stíflugerðin sjálf er háð byggingarleyfi byggingarfulltrúa.

Fyrirhugðar framkvæmdir eru hluti af einni framkvæmd sem fellur undir lið 3.23 í viðauka 1 í lögum um mat á umhverfisáhrifum þá óskar framkvæmdaaðili einnig eftir því hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisháhrifum en um er að ræða viðbót við vatnsaflsvirkjun sem er allt að 200 kW.

Fyrirhuguð virkjun er umfangslítil framkvæmd. Um rennslisvirkjun er að ræða og mun uppsetning hennar ekki breyta farvegi árinnar. Áhrif á vatnafar verða því óveruleg. Ný mannvirki munu ekki breyta ásýnd svæðisins sem nú þegar er manngert. Við frágang við stíflu og stofnlagnar verður miðað við að hylja og laga mannvirki að umhverfinu svo þau sjáist sem minnst. Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Vesturbyggð farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila.

Niðurstaða Vesturbyggðar er að Hvestuvirkjun 2 sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrir sitt leyti á 60. fundi ráðsins að skipulagsfulltrúa sé heimilt að veita framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tóku: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfisins og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.