Hoppa yfir valmynd

Ljósleiðari og rafmagn, umsókn um framkvæmdaleyfi, Hagi Barðaströnd.

Málsnúmer 1906028

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. júní 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Vesturbyggð. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara og rafmagns í landi Haga á Barðaströnd að fjarskiptamastri neyðarlínunnar. Erindinu fylgir teikning er sýnir fyrirhugaða lagnaleið.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar skriflegt samþykki landeiganda og jákvæð umsögn Minjavarðar liggi fyrir. Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé minniháttar.




19. júní 2019 – Bæjarstjórn

Erindi frá Vesturbyggð þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara og rafmagns í landi Haga á Barðaströnd að fjarskiptamastri neyðarlínunnar. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrir sitt leyti að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar skriflegt samþykki landeiganda og jákvæð umsögn Minjavarðar liggi fyrir. Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé minniháttar.

Til máls tóku: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir veitingu leyfisins með fyrirvara um að samþykki landeiganda og jákvæð umsögn Minjavarðar liggi fyrir

Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.