Hoppa yfir valmynd

Samgönguáætlun 2020-2024. Skipulags- og umhverfisráð.

Málsnúmer 1906033

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. júní 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir því að bæjarstjórn Vesturbyggðar beiti sér fyrir því að ný aðkomuleið verði gerð að þorpinu á Bíldudal gegnum Bíldudalsvog. Mikilvægt er að beina vaxandi umferð um þorpið í nýjan farveg þar sem núverandi aðkoma er um aðal íbúagötu byggðarlagsins og þurfa skólabörn að þvera veginn oft á dag.




19. júní 2019 – Bæjarstjórn

Lögð fyrir bókun skipulags- og umhverfisráðs frá 60. fundi 12. júní 2019, þar sem óskað er eftir því að bæjarstjórn Vesturbyggðar beiti sér fyrir því að ný aðkomuleið verði gerð að þorpinu á Bíldudal gegnum Bíldudalsvog. Mikilvægt er að beina vaxandi umferð um þorpið í nýjan farveg þar sem núverandi aðkoma er um aðal íbúagötu byggðarlagsins og þurfa skólabörn að þvera veginn oft á dag.

Til máls tóku: Forseti

Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og felur bæjarstjóra að senda Vegagerðinni erindi þess efnis.