Hoppa yfir valmynd

Fífustaðadalur - Tilkynning um framkvæmdir, Votlendissjóðurinn

Málsnúmer 1906038

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. júlí 2019 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur frá votlendissjóði dags. 11.júní 2019 þar sem tilkynnt er um fyrirhugaðar framkvæmdir við endurheimt votlendis í Fífustaðadal á 57 ha svæði. Jafnframt er óskað eftir afstöðu sveitarfélsgisns til endurheimtar í Selárdal. Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins og vísar því til skipulags- og umhverfisráðs til frekari umfjöllunar og felur ráðinu að leggja mat sitt á það hvort framkvæmdin geti talist leyfisskyld í skilningi skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.




17. september 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Rebekka Hilmarsdóttir kom inn á fundinn.

Erindi frá Bjarna Jónssyni f.h. Votlendissjóðs. Í erindinu er tilkynnt um áform Votlendissjóðs um endurheimt votlendis í Fífustaðadal, Ketildölum. Jafnframt er í erindinu tilkynnt að æskilegt væri að unnið verði að endurheimt á ríkisjörðunum Selárdal og Uppsölum í Selárdal. Bréfritari vekur athygli á að mikilvægt sé að hafa í huga að ávinningur í loftlagsmálum er mikill og er áætlaður ávinningur við endurheimt í Selárdal og Uppsölum um 818 tonn af CO2 ígildum á hverju ári. Heildar ávinningur framkvæmda í Selárdal og Fífustaðadal er áætlað um 1.958 t af CO2 ígildum á ári samkvæmt bréfritara.

Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar getur ekki mælt með að endurheimt votlendis fari fram á um 57 hektara svæði í Fífustaðadal í Ketildölum og telur auk þess að framkvæmdin sé háð framkvæmdaleyfi og sé tilkynningarskyld sem framkvæmd í flokki B til Skipulagsstofnunar.

Ennfremur telur ráðið ekki tímabært að farið verði í endurheimt votlendis á jörðunum Uppsalir og Selárdal sem einnig eru í Ketildölum. Skipulags- og umhverfisráð telur brýnt að áður en heimildir verði gefnar til einstaka landeigenda um endurheimt votlendis, verði farið í stefnumótun í sveitarfélaginu um endurheimt votlendis og í framhaldi af því að forgangsröðun svæða fari fram með tilliti til mögulegrar kolefnisjöfnunar og landbúnaðar á þeim svæðum sem um ræðir og að auki hafi farið fram ítarlegar rannsóknir á mögulegri losun á svæðunum.

Rebekka Hilmarsdóttir vék af fundi.