Hoppa yfir valmynd

Öryggi og vinnuaðstaða í skólum Vesturbyggðar

Málsnúmer 1906106

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. júní 2019 – Fræðslu og æskulýðsráð

Tölvupóstur dags. 05.06.2019 frá Jónasi Heiðari Birgissyni þar sem fram koma tilmælu þess efnis að farið verið í að skoða öryggismál í skólum Vesturbyggðar ásamt vinnuaðstöðu starfsfólks. Fræðslu og æskulýðsráð leggur til við bæjarráð Vesturbyggðar að sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs verði falið að taka að sér úttekt á skólahúsnæði Vesturbyggðar, viðhaldsþörf og öryggis- og aðgengismálum. Ráðið óskar eftir því að niðurstöður ásamt úrbótaáætlun verði kynnt fyrir ráðinu.
Geir Gestsson sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir liðnum.




2. júlí 2019 – Bæjarráð

Tölvupóstur dags. 05.06.2019 frá Jónasi Heiðari Birgissyni þar sem fram koma tilmælu þess efnis að farið verið í að skoða öryggismál í skólum Vesturbyggðar ásamt vinnuaðstöðu starfsfólks. Fræðslu og æskulýðsráð hafði áður tekið erindið fyrir á fundi sínum 12 .júní sl. þar sem lagt var til við bæjarráð Vesturbyggðar að sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs yrði falið að taka að sér úttekt á skólahúsnæði Vesturbyggðar, viðhaldsþörf og öryggis- og aðgengismálum. Ráðið óskaði jafnframt eftir því að niðurstöður ásamt úrbótaáætlun verði kynnt fyrir ráðinu.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmda að gera heildstæða úttekt á skólahúsnæði í Vesturbyggð þar sem farið verður yfir viðhaldsþörf ásamt öryggis- og aðgengismálum. Bæjarráð óskar eftir því að fyrir liggi gróf mynd við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.




13. janúar 2021 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Í formlegu erindi, dagsett 2.desember 2020, óskaði formaður eftir stöðuuppfærslu á erindi og máli um öryggis- og vinnuaðstöðu í skólum Vesturbyggðar. Úttekt af þessu tagi er mjög viðamikið verk. Sviðstjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs vinnur nú í því að kalla eftir áhættumati frá hverjum vinnustað og vinna svo heildar greinargerð út frá því mati sem skilað verður frá öllum skólum. Vonast er til að þessi vinna klárist á næstu vikum.