Hoppa yfir valmynd

Aðalskipulag Reykhólahrepps, ósk um umsögn og athugasemdum vegna breytingatillögu

Málsnúmer 1906111

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

2. júlí 2019 – Bæjarráð

Lagt fyrir erindi dags. 20. júní sl. frá Reykhólahreppi þar sem athygli er vakin á því að auglýst hefur verið breyting á Aðalskipulagi Reykhólahrepps vegna breytingar á veglínu Vestfjarðavegar frá Bjarkalundi að Skálanesi við Þorskafjörð. Sveitarfélagið óskar eftir umsögnum og athugasemdum vegna breytingatillögunnar og er athgasemdafrestur til sunnudagsins 25. ágúst nk.
Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar því að breytingin hafi verið auglýst og gerir ekki athugasemdir við hana.

Bæjarráð Vesturbyggðar leggur áherslu á mikilvægi þess að málið hljóti hraða og farsæla afgreiðslu í ljósi þess að um afar brýna samgöngubót er að ræða fyrir íbúa og fyrirtæki á Vestfjörðum.




17. desember 2019 – Bæjarráð

Lagt fram til kynningar bréf Reykhólahrepps dags. 27. nóvember 2019, ásamt fylgigögnum vegna breytingar á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018, viðbrögð við umsögnum og athugasemdum.