Hoppa yfir valmynd

Mötuneyti - Patreksskóli og Araklettur - útboð

Málsnúmer 1906112

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. ágúst 2019 – Bæjarráð

Lögð fram útboðsgögn dags. 3. júlí 2019 í Matseld fyrir mötuneyti Patreksskóla og Araklettas á Patreksfirði 2019-2022 ásamt kostnaðaráætlun. Eitt tilboð barst í verkið upp á 117.986.565 kr. með vsk. Bæjarstjóri fór yfir samskipti við tilboðsgjafa vegna tilboðsins en það var nokkuð hærra en kostnaðaráætlun fyrir verkið gerði ráð fyrir. Lögð var fram tillaga tilboðsgjafa að lækkun einingaverðs dags. 6. ágúst 2019 ssem felur í sér að tilboð í verkið lækkar 107.264.295 kr.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði upp á 107.264.295 kr. með vsk. og felur bæjarstjóra að ganga frá verksamningi við tilboðsgjafa til næstu þriggja ára í samræmi við útboðsgögn.




2. júlí 2019 – Bæjarráð

Lögð fyrir drög að útboði á þjónustu við mötuneyti Patreksskóla og Arakletts. Boðið verður út til þriggja ára með mögulegri framlengingu til eins árs, mest tvisvar sinnum.
Auglýsing verður birt á heimsíðu Vesturbyggðar miðvikudaginn 3. júlí nk. Frestur til að skila inn tilboðum er til 12. júlí nk.




25. júlí 2019 – Bæjarráð

Lögð fram útboðsgögn dags. 3. júlí 2019 í "Matseld fyrir mötuneyti Patreksskóla og Arakletts á Patreksfirði. Eitt tilboð barst í verkið upp á tæpar 106,7 milljónir króna. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu fór yfir tilboðið og bar saman við kostnaðaráætlun.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að ræða við tilboðsgjafa.