Hoppa yfir valmynd

Hnjótur 1, Örlygshöfn, L139872 - Gerð deiliskipulags.

Málsnúmer 1906127

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. ágúst 2019 – Bæjarráð

Tekið fyrir erindi Guðbjarts Á. Ólafssonar f.h. jarðarinnar Hnjóts 1, dags. 17. júní 2019. Í erindinu er sótt um heimild til að fara í vinnu við gerð deiliskipulags fyrir ferðaþjónustusvæði í landi Hnjóts 1.

Bæjarráð tekur jákvætt í umsóknina en mælist til þess að unnin verði skipulagslýsing í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




24. júlí 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir erindi Guðbjarts Á. Ólafssonar f.h. jarðarinnar Hnjóts 1, dagsett 17. júní 2019.

Í erindinu er sótt um að farið verði í vinnu við gerð deiliskipulags fyrir ferðaþjónustusvæði í landi Hnjóts 1.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í umsóknina en mælist til þess að jafnframt verði unnin skipulagslýsing í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




17. september 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir Hnjótur 1 deiliskipulag, lýsing skipulagsverkefnis.

Hafin er undirbúningur við gerð deiliskipulags við Hnjót 1 en um er að ræða skilgreiningu á tjaldsvæði og svæði fyrir verslun og þjónustu. Samhliða deiliskipulaginu verður unnin breyting á aðalskipulagi sem verður auglýst samtímis.

Skipulagslýsingin er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010.




24. september 2019 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir Hnjótur 1 deiliskipulag, lýsing skipulagsverkefnis.

Hafin er undirbúningur við gerð deiliskipulags við Hnjót 1 en um er að ræða skilgreiningu á tjaldsvæði og svæði fyrir verslun og þjónustu. Samhliða deiliskipulaginu verður unnin breyting á aðalskipulagi sem verður auglýst samtímis.

Bæjarstjórn frestar afgreiðslu máls þar sem ekki liggur fyrir samþykki landeiganda í óskiptu landi.