Hoppa yfir valmynd

Aðstaða fyrir farþegabát við Bíldudalshöfn

Málsnúmer 1907094

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. júlí 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Jóni Þórðarsyni, Bíldudal. Í erindinu er óskað eftir að hafna- og atvinnumálaráð staðfesti leyfi til handa umsækjenda til að koma upp flotbryggju við innanverðan hafnargarðinn á Bíldudal, að umsækjenda verði heimilað að stækka landfyllingu neðan við íþróttahúsið á Bíldudal svo koma megi fyrir hefðbundinni flotbryggju innan við garðinn. Einnig er óskað leyfis til að grjótverja fyrirhugaða landfyllingu og að framkvæmdin verði unnin undir eftirliti og tilsögn hafnarstjóra.

Hafnarstjórn samþykkti á 159. fundi sínum sem haldinn var þann 9. maí 2018 að umsækjandi setti upp flotbryggju við innanverðan hafnargarðinn, sú bryggja átti að vera fest með föstum leiðurum í festur í hafnargarðinn.

Hafna- og atvinnumálaráð óskar eftir afstöðumynd af fyrirhugaðri flotbryggju sem og aðstöðuhúsi og öðru er tengist rekstrinum við flotbryggjuna. Afgreiðslu málsins er frestað.