Hoppa yfir valmynd

Strandgata 10-12. Umsókn um byggingarleyfi, vatnshreinsistöð.

Málsnúmer 1907095

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

24. júlí 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir uppsetningu á vatnshreinsistöð á steinsteyptu plani við Strandgötu 10-12, Bíldudal. Vatnshreinsistöðin samanstendur af þremur 40ft gámum, einum 20ft gám, þremur tönkum og móttöku fyrir slóg. Tveir tankanna eru ætlaðir undir laxameltu og sá þriðji er jöfnunartankur fyrir vatnshreinsistöð. Vatnshreinsistöðinni er ætlað að hreinsa frárennsli frá laxaslátrun við Strandgötu 1 með þriggja þrepa vatnshreinsun sem endar á sótthreinsun með óson.

Áætlað byggingarmagn er umfram það byggingarmagn sem deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal heimilar á lóðinni, núverandi nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,13 sem er fullnýtt.

Skipulags- og umhverfisráð metur sem svo að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna skv. 44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hafnarteigs 4, Strandgötu 6 og 7. Ennfremur er óskað umsagnar Heilbrigðiseftirlits.

Erindinu er vísað áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.

Byggingarfulltrúa er falið að ræða við umsækjanda um mögulega skjólgirðingu við athafnasvæðið við Strandgötu 10 - 12 meðfram Strandgötu.
25. júlí 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 61. fundi skipulags- og umhverfisráðs.
Erindi frá Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir uppsetningu á vatnshreinsistöð á steinsteyptu plani við Strandgötu 10-12, Bíldudal. Vatnshreinsistöðin samanstendur af þremur 40ft gámum, einum 20ft gám, þremur tönkum og móttöku fyrir slóg. Tveir tankanna eru ætlaðir undir laxameltu og sá þriðji er jöfnunartankur fyrir vatnshreinsistöð. Vatnshreinsistöðinni er ætlað að hreinsa frárennsli frá laxaslátrun við Strandgötu 1 með þriggja þrepa vatnshreinsun sem endar á sótthreinsun með óson.

Áætlað byggingarmagn er umfram það byggingarmagn sem deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal heimilar á lóðinni, núverandi nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,13 sem er fullnýtt.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs sem metur sem svo að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna skv. 44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hafnarteigs 4, Strandgötu 6 og 7. Ennfremur er óskað umsagnar Heilbrigðiseftirlits.
8. ágúst 2019 – Bæjarráð

Erindi frá Arnarlax hf. dags. 22. júlí 2019. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir uppsetningu á vatnshreinsistöð á steinsteyptu plani við Strandgötu 10-12, Bíldudal. Vatnshreinsistöðin samanstendur af þremur 40ft gámum, einum 20ft gám, þremur tönkum og móttöku fyrir slóg. Tveir tankanna eru ætlaðir undir laxameltu og sá þriðji er jöfnunartankur fyrir vatnshreinsistöð. Vatnshreinsistöðinni er ætlað að hreinsa frárennsli frá laxaslátrun við Strandgötu 1 með þriggja þrepa vatnshreinsun sem endar á sótthreinsun með óson.

Áætlað byggingarmagn er umfram það byggingarmagn sem deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal heimilar á lóðinni, núverandi nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,13 sem er fullnýtt.

Bæjarráð tekur undir bókun hafna- og atvinnumálaráðs og skipulags- og umhverfisráðs sem metur sem svo að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hafnarteigs 4, Strandgötu 6 og 7. Ennfremur er óskað umsagnar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.
2. september 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi Bíludalshafnar, aukið nýtingarhlutfall.
Breytingartillagan var grenndarkynnt frá 8. ágúst til 6. september, þar sem fyrir liggur samþykki aðliggjandi lóðarhafa og umsagnir liggja fyrir er auglýsingartími styttur eins og heimild er fyrir í 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Óskað var umsagnar frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða sem gerði engar athugasemdir við breytingartillöguna. Athugasemd barst frá Skrímslasetrinu og frá Kalkþörungaverksmiðjunni. Athugasemdir leiddu ekki til efnislegra breytinga á tillögunni en þess verður gætt við uppsetningu að samráð verði haft við nærliggjandi lóðarhafa um bestu mögulega útfærslu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á deiliskipulaginu og vísar erindinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.
4. september 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 62. fundi skipulags- og umhverfisráðs.

Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi Bíludalshafnar, aukið nýtingarhlutfall.
Breytingartillagan var grenndarkynnt frá 8. ágúst til 6. september, þar sem fyrir liggur samþykki aðliggjandi lóðarhafa og umsagnir liggja fyrir er auglýsingartími styttur eins og heimild er fyrir í 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Óskað var umsagnar frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða sem gerði engar athugasemdir við breytingartillöguna. Athugasemd barst frá Skrímslasetrinu og frá Kalkþörungaverksmiðjunni. Athugasemdir leiddu ekki til efnislegra breytinga á tillögunni en þess verður gætt við uppsetningu að samráð verði haft við nærliggjandi lóðarhafa um bestu mögulega útfærslu.

Hafna- og atvinnumálaráð bendir á að hinum megin við götuna þar sem vatnshreinsistöð er fyrirhuguð er mikilvægt svæði í bæjarlífinu, ráðið leggur til við framkvæmdaraðila að lóðin að Strandgötu 10-12 verði girt af svo sómi sé að. Ennfremur leggur ráðið á herslu á að góð umgengni verði höfð að leiðarljósi á athafnasvæði stöðvarinnar.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir breytinguna á deiliskipulaginu og beinir því til bæjarstjórnar að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. september 2019 – Bæjarstjórn

Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi Bíludalshafnar, aukið nýtingarhlutfall.
Breytingartillagan var grenndarkynnt frá 8. ágúst til 6. september, þar sem fyrir liggur samþykki aðliggjandi lóðarhafa og umsagnir liggja fyrir er auglýsingartími styttur eins og heimild er fyrir í 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Óskað var umsagnar frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða sem gerði engar athugasemdir við breytingartillöguna. Athugasemd barst frá Skrímslasetrinu og frá Kalkþörungaverksmiðjunni. Athugasemdir leiddu ekki til efnislegra breytinga á tillögunni en þess verður gætt við uppsetningu að samráð verði haft við nærliggjandi lóðarhafa um bestu mögulega útfærslu.

Til máls tóku: Forseti, MJ, ÁS, GE, ÞSÓ, MÓÓ og JÁ.

Bæjarstjórn tekur undir bókun hafna- og atvinnumálaráðs sem bendir á að hinum megin við götuna þar sem vatnshreinsistöð er fyrirhuguð er mikilvægt svæði í bæjarlífinu, ráðið leggur til við framkvæmdaraðila að lóðin að Strandgötu 10-12 verði girt af svo sómi sé að. Ennfremur leggur ráðið áherslu á að góð umgengni verði höfð að leiðarljósi á athafnasvæði stöðvarinnar.

Að tillögu skipulags- og umhverfisráðs og hafnar- og atvinnumálaráðs samþykkir bæjarstjórn tillöguna og að hún fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17. febrúar 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Tekið fyrir erindi Guðmundar Valgeirs Magnússonar, f.h. Arnarlax hf. sem sent var með tölvupósti 14. febrúar 2020. Í erindinu er sótt um breytingu á áður samþykktum byggingaárformum við Strandgötu 10-12 á Bíldudal. Óskað er eftir leyfi til að bæta við fjórða tankinum á lóðina.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir áformin fyrir sitt leyti og beinir því til bæjarstjórnar að málið verði samþykkt með þeim fyrirvara að breyta þarf gildandi deiliskipulagi Bíldudalshafnar, en skilgreina þarf stærri byggingarreit innan lóðar Strandgögu 10-12 á Bíldudal og auka við skilgreint nýtingarhlutfall.
19. febrúar 2020 – Bæjarstjórn

Tekið fyrir erindi Guðmundar Valgeirs Magnússonar, f.h. Arnarlax hf. sem sent var með tölvupósti 14. febrúar 2020. Í erindinu er sótt um breytingu á áður samþykktum byggingaárformum við Strandgötu 10-12 á Bíldudal. Óskað er eftir leyfi til að bæta við fjórða tankinum á lóðina.

Bæjarstjórna samþykkir erindið með þeim fyrirvara að breyta þarf gildandi deiliskipulagi Bíldudalshafnar, en skilgreina þarf stærri byggingarreit innan lóðar Strandgögu 10-12 á Bíldudal og auka við skilgreint nýtingarhlutfall og felur skipulagsfulltrúa að undirbúa breytinguna.