Hoppa yfir valmynd

Bíldudalur. Umsókn um lóðir

Málsnúmer 1907098

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

24. júlí 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Bernódus ehf. Í erindinu er sótt um 30 lóðir á Bíldudal til byggingar á ein- og tvíbýlishúsum. Umsækjandi hefur lýst yfir áhuga á að koma að deiliskipulagsgerð fyrir svæði sem henta myndi undir fyrirhugaða íbúabyggð.

Á Bíldudal er ekki á lausu svæði sem rýma myndi byggð líkt og umsækjandi sækir um. Skipulags- og umhverfisráð fagnar þó erindinu enda fyrirhuguð áframhaldandi aukning í laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum með tilheyrandi íbúafjölgun. Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu áfram til bæjarráðs og leggur til að hafnar verði viðræður við landeigendur að ákjósanlegu byggingarlandi sem er til staðar við bæjarmörkin.
25. júlí 2019 – Bæjarráð

Lagt fyrir erindi frá Bernódus ehf. dags. 28. maí 2019. Í erindinu er sótt um 30 lóðir á Bíldudal til byggingar á ein- og tvíbýlishúsum. Umsækjandi hefur lýst yfir áhuga á að koma að deiliskipulagsgerð fyrir svæði sem henta myndi undir fyrirhugaða íbúabyggð.

Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags og umhverfisráðs 24. júlí 2019 þar sem eftirfarandi var bókað: "Á Bíldudal er ekki á lausu svæði sem rýma myndi byggð líkt og umsækjandi sækir um. Skipulags- og umhverfisráð fagnar þó erindinu enda fyrirhuguð áframhaldandi aukning í laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum með tilheyrandi íbúafjölgun. Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu áfram til bæjarráðs og leggur til að hafnar verði viðræður við landeigendur að ákjósanlegu byggingarlandi sem er til staðar við bæjarmörkin."

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir því við landeigendur að Litlu - Eyri að þeir tilnefni fulltrúa sinn til viðræðna um ákjósanlegt byggingarland á Bíldudal.