Hoppa yfir valmynd

Hafnasjóður Vesturbyggðar - endurskoðun gjaldskrár.

Málsnúmer 1907104

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. júlí 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram minnisblað hafnarstjóra vegna gjaldskrárbreytingar varðandi sorpgjöld fyrir notendur hafna Vesturbyggðar. Nauðsynlegt er að uppfæra gjaldskrá hafna Vesturbyggðar til að uppfylla kröfur reglugerðar nr.
586/2017 um innleiðingu viðauka við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum,
1973, með breytingum samkvæmt bókun 1978 (MARPOL-samningur). (Þessi reglugerð
ógildir reglugerð nr. 801/2004 um varnir gegn sorpmengun frá skipum).

Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að vinna að tillögum að gjaldskrárbreytingum og kynna á næsta fundi hafna- og atvinnumálaráðs.
16. september 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Hafnarstjóri lagði fram tillögur að gjaldskrárbreytingum Hafnasjóðs Vesturbyggðar. Hafnarstjóra falið að vinna áfram að tillögum að breytingum á gjaldskrá.
14. október 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Hafnarstjóri kynnti drög að breytingum á gjaldskrá hafnasjóðs Vesturbyggðar.
18. nóvember 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram til kynningar drög að endurskoðaðri gjaldskrá hafnasjóðs Vesturbyggðar fyrir 2020. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

1. Almenn gjaldskrárhækkun er 2,5% eins og í öðrum gjaldskrám.

2. Sett verður á sérstakt úrgangs- og förgunargjald sem skip skv. 11. gr. c laga um varnir gegn mengun hafs og stranda skulu greiða við komu í hafnir Vesturbyggðar.

3. Uppsátursgjald verður innifalið í árgjaldi fyrir básabryggju á Patrekshöfn.

4. Aflagjald af eldisfiski verður 0,7% og miðað verður við meðalverð eldisfisks skv. NASDAQ vísitölunni á þeim tíma sem eldisfiski er landað til vinnslu og/eða slátrunar í viðkomandi höfn.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir drög að endurskoðaðri gjaldskrá.
13. janúar 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Hafnarstjóri fór yfir breytingar sem gerðar voru á gjaldskrá hafnasjóðs Vesturbyggðar fyrir árið 2020.